Mánudagur, 11. febrúar 2008
Einkunn, miskunn, vorkunn og forkunn....Jórunn, Sæunn, Iðunn, ....eða þannig!
Ég gef Villa nú ekki háa einkunn í pólitíkinni, hann hefur hlotið heilmikla náð og miskunn en nú er fólk búið að fá nóg. Honum er nú samt vorkunn þar sem þetta er, að mínu mati, ömurleg staða að vera í ... og hmmm..það þarf einhvernveginn að koma forkunn-arfagur inn í þetta en af einhverjum ástæðum passar það ekki!
...
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þykist vita mun á réttu og röngu, hvort það er vegna þess að pabbi vílaði það ekki fyrir sér að rassskella mig þegar ég ekki tók tali, eða vegna þess að ég lærði ung að árum lagið góða: Fyrst á réttunni, svo á röngunni, snú snú trallala.........
Að geta ekki staðið upp, eftir að hafa gert rangt og beðið afsökunar er ótrúleg fötlun. Það hvarlar að mér, að þeir sjái ekki að nokkuð sé athugvert við þessi vinnubrögð. Sé það rétt hjá mér, þá eru þeir meira og minna siðblindir, og það telst mjög alvarleg geðveila.
En að færslunni þinni, þá er hún forkunnar skemmtileg og ætti að hjálpa einhverjum í stafsetningu, hvernig var reglan?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.2.2008 kl. 08:22
Ef Villi situr sem fastast þá er það örugglega það besta sem getur gerst fyrir Samfylkinguna og Vinstri Græna í borginni. Ekki séns að D haldi borginni í næstu kosningum, spái því að þeir bíði þvílík afhroð að annað eins hefur sjaldan sést, örugglega ekki síðan Framsókn næstum dó :)
Villi er að rústa Sjálfstæðisflokknum í borginni, og það gæti haft áhrif víðar.
Ívar Jón Arnarson, 11.2.2008 kl. 09:28
Jóhanna þú ert heldur betur lýrísk. Örugglega góð helgi hjá þér.
Rétt með Villa kallinn og það þarf kjark að ganga undir þessari vitleysu sem hann er búinn að koma sér í. Minnis tap er ekki óþekkt undir miklu álagi og hver veit kannski einkvað að þar en hitt veit ég þ.e. ópólítíist séð þá hefði átt að ræða REI málin áður allt fór í óefni, það var stærsti feillinn. Gömul tugga.
Valdimar Samúelsson, 11.2.2008 kl. 10:48
Ingibjörg - þú ert alltaf skemmtilega hress: reglan er að kvenkynsorð sem hafa endinguna - an eða - un hafa eitt n. NEMA þessi fjögur orð, einkunn, miskunn, vorkunn og forkunn. Auk kvenmannsnafnanna sem komin eru af Unnur. Sæunn, Jórunn, Ingunn, Iðunn, Ljótunn, Steinunn, Sæunn..
Margir skrifa einkun og segja jafnvel einkanir í ft. Ég fæ illt í eyrun við það ..
Ívar - kannski reisa Samfylkingin og VG bara styttu af Villa! Man eftir miklum flótta í Fríkirkjuna í Hafnarfirði sem var þakkaður ónefndum presti þar í bæ sem tilheyrði þjóðkirkjunni..
Valdimar - Já, bara skemmtileg helgi (kannski full skemmtileg) ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.2.2008 kl. 12:51
Já ég vorkenni honum líka.
Halla Rut , 11.2.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.