Heilsusamlegt líf - Dagur 3 .. Grafarþögn í húsinu ...og Þorrablót mínus hákarl og brennivín á morgun

Þriðji sykurlausi dagurinn er að renna upp. Annað kvöld er svo þurrt Þorrablót. Enginn sem er að lifa heilsusamlegu lífi fer að hella í sig brennivíni og öðrum vökva í þeim dúr. Fer í ræktina í dag .. dugleg!

Fór seint að sofa því ég festist í Grafarþögn. Það var grafarþögn í húsinu á meðan ég kláraði, að vísu heyrðist einstaka píp í Bósa Ljósári þegar fimmáringurinn bylti sér í rúminu sínu.

Mikið svakalega var Grafarþögn spennandi bók og áhrifarík líka. Eftir standa orð eins og ... ofbeldi, leyndarmál, mannvonska, SÁLARMORÐ,.. ekki mjög uppbyggilegt - en vekur til umhugsunar um Gríma þessa heims.  Mikið ofboðslega er karakterinn Grímur mikið skrímsli. Bandit ..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála þér með Grafarþögn.....ég gat ekki lagt hana frá mér þegar ég las hana

Sunna Dóra Möller, 14.2.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband