DAGUR ELSKENDA ..

Flottur koss
Auðvelt er að unna þér
elska, knúsa og kyssa
bestur karl í heimi hér  
 vil þig ekki missa
p.s.
Ertu nokkuð hissa ?  
Heart 

 
(lag: afi minn og amma mín)
 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér finnst yfirdrifið að halda í okkar bóndadag og konudag og nenni ekki eltast við allar erlendar týskubólur. 

Má ég heldur biðja um súrt slátur og harðfisk en pitsu og kók. 

Sigurður Þórðarson, 14.2.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hehe.. ekki gleyma mæðradeginum, .. svolítið óréttlæti að halda ekki upp á feðradaginn er það ekki ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig á Valentínusardaginn.  Ég eignaðist lítið barnabarn á þessum degi fyrir einu ári síðan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 16:08

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 14.2.2008 kl. 16:14

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 18:48

6 Smámynd: Halla Rut

En krúttilegt lag.

Halla Rut , 14.2.2008 kl. 21:33

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir hjörtu og kveðjur góðu konur, ... til hamingju með litla barnið Ásthildur! Well - maðurinn auðvitað ekki búinn að lesa sæta ljóðið sem ég skrifaði til hans ennþá! Kíkir örugglega á morgun..... ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2008 kl. 22:00

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhanna, ekki má nú gleyma mæðradeginum. Eða sumardeginum fyrsta, sem er séríslenskt fyrirbrigði úr grárri  forneskju og það sem meira er hann ber alltaf upp á fimmtudag. Ásthildur veit hvað það þýðir í vorum sið. Ég held rosalega upp á ykkur allar en líklega mest Ásthildi vegna þess að hún elskar fjöllin og borðar vel kæsta skötu með hnoðmör.

Sigurður Þórðarson, 14.2.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband