Föstudagur, 15. febrúar 2008
Heilsusamlegt líf - Dagur 4
Nú er að hefjast fjórði dagur í heilsusamlegu lífi. Held ég sé bara hressari og kátari og glaðari .. ætla ekki að halda áfram svo ég verði ekki gjörsamlega óþolandi hress! Fór í ræktina í gær og ætla aftur í dag.
Vaknaði svolítið stressuð í morgun - hvorum megin hann Máni minn, sem hafði verið í gistingu hjá ömmu, myndi nú fara út úr rúminu. Ég vakti hann því gætilega, settist á rúmstokkinn og tók hann í fangið, ræddi rólega um daginn og hvað væri framundan og spurði svo: ,,ertu ekki svangur" .. Ó jú, hann var svangur svo við fórum fram í eldhús og fengum okkur Cheerioos og djús. Gekk vonum framar. Svo hjálpaði amma honum í fötin sín og auðvitað týndust hendur og fætur, sem fundust við mikinn fögnuð og undrun og við skellihlógum að því. Hann var s.s. kominn í leikskólann klukkan 8:00 svo allt fór eftir áætlun!
Í kvöld er þurra Þorrablótið og á morgun er það heilsusólarhringur í Huldukoti, bústaðnum hennar systur minnar. Ætlum að borða spínat og sellerí og drekka grænt te ..og fara í göngutúra auðvitað! .. Ekkert gefið eftir.
Athugasemdir
Mikið ertu dugleg....það er alveg RESPECT héðan ....ég er alltaf að reyna.....þú veist hvað ég meina.....hahahahahaha ...!
Góða skemmtun í kvöld
Sunna Dóra Möller, 15.2.2008 kl. 10:59
Flott mál hjá þér Jóhannaþessa. Ástæða fyri .essu innleggi er að ég sá Huldukot nafnið en ég á bústað sem heitir Hulduheimar, já fullt af Huldum hér.
Valdimar Samúelsson, 15.2.2008 kl. 11:12
PS veit ekki hvað þetta Þessa er á eftir nafni þínu. Afsaka það.
Valdimar Samúelsson, 15.2.2008 kl. 11:14
Þetta er frábært að heyra, mikið ert þú dugleg og staðföst! Vona að þú eigir góðan sólarhring í Hulduheimum.
Sigríður Gunnarsdóttir, 15.2.2008 kl. 11:15
Þetta er aldeilis staðfesta segi nú ekki margt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 12:29
Takk öll! Veit hvað þú meinar Sunna. Ég ætla bara að sjá hversu langt þetta nær, tek einn dag í einu!
Sniðugt Valdimar, Huldurnar virðast ekki fara huldu höfði! Er ekki viðkvæm fyrir nafninu mínu Jóhannaþessa eða Jóhannahitt en afsökun tekin gild!
Takk fyrir kveðjuna Sigga, ég á eftir að njóta í Huldu-koti!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.2.2008 kl. 12:30
Hehe Ásthildur, þetta er nú ,,örlítið" ýkt með selleríið og spínatið, en sykurinn er úti og allt rautt og hvítt í bili.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.2.2008 kl. 12:31
Sé að Sigríður hér að ofan er búinn að óska þér góðs í Hulduheimum. Vertu velkomin það er líka Hulduhóll þar sem Huldufólkið býr á landinu mínu. Ég lofa samt ekki spínati en frekar Kjötsúpu eftir að fitan hefir storknað og fjarðlgð
Valdimar Samúelsson, 15.2.2008 kl. 13:10
Brjáluð systrahelgi í Huldukoti...jei!!! Heilsumarkmið mitt þessa helgi verður að soooooofa......mmmm....zzzzzz.... jú jú ok, og borða spínat og mæla mig bak og fyrir....
Charlotta R. M., 15.2.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.