Laugardagur, 16. febrúar 2008
Heilsusamlegt líf Dagur 5 ....F fyrir Feitir kallar og Flottar konur ?
Nú fer að líða að brottför upp í Borgarfjörð. Heilsusamlega lífið er farið að borga sig. Kíló hrunið og vaknaði ótimbruð í morgun eftir Þorrablótið sem var annars mjög fínt (þó Þorramatur sé ekki ,,my thing" .. )
Hitti þar bloggvini, suma í fyrsta sinn - ógesslega fyndið að sjá fólk svona ,,up close and personal" - en hefði að vísu líka viljað hitta hina mætu Ásthildi Cesil enda tilheyrir hún þessum F-lista ..Já, hver hefði trúað því fyrir einu og hálfu ári að sú sem hér ritar ætti eftir að mæta á Þorrablót hjá F lista! Ég er svona Kvennalistakona í mér. Go Girls! Það sem mér finnst samt mætast hjá listanum er viljinn til að starfa heiðarlega (Nota bene: Ólafur F. er EKKI í Frjálslynda flokknum (enda alltof mjór). Nú þarf bara að fylla flokkinn af Flottum konum, þá er ég glöð .. og auðvitað líka köllum...
F stendur sko fyrir Feitir kallar og Flottar konur... .. Æ, nei, nei..fullt af mjóum köllum þarna líka, en mikið var sagt af feitukallabröndurum af einhverri ástæðu! Nóg um Þorrablótið.
Ég er á leið uppí sveit með stóru og litlu systur. Litla systir komst óvænt með við mikla gleði okkar hinna. Kokteilar verða blandaðir í kvöld úr engifer, eplum og gulrótum!
Fimmáringurinn var ekki mjög sáttur við þetta - spurði mig hvort að hann og pabbi hans ættu að vera ALEINIR eftir heima ...
Athugasemdir
Gulræturnar voru jú góðar, alveg mátulega soðnar
Þóra Guðmundsdóttir, 16.2.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.