Heilsusamlegt líf - Dagur 7 ! .. og lax á spínatbeði .. og Le Grande Bouffe!

Já í dag er ég búin að vera sætindalaus í sjö daga. Ekki enn orðin geðvond!

Er að elda laxabita sem ég mun leggja á beð af spínati og avocado. Auðvitað búin að sprauta svona balsamic sírópi hringinn á diskana eins og á veitingastöðunum. Svolítið seint borðað í kvöld, en þess meira kósý.

Annað kvöld er kvikmyndaklúbbur og þá er það Átveislan mikla!

eða ef ég kvóta orð sýningarstjóra kvöldsins:

"Þetta er mynd sem vekur mann til umhugsunar og er ógleymanleg og fjallar m.a. um græðgina.

Þessi magnaða mynd er eftir Ítalska leikstjórann Marco Ferreri og

heitir:

La Grande Bouffe.  The Big Feast í Bandaríkjunum  og  BlowOut í Bretlandi.

Ég kalla hana Átveisluna miklu.

 

Myndin vann Fibresci verðlaunin í Cannes 1973 og Golden Screen verðlaunin í Þýskalandi 1974. Það blossuðu að vísu upp slagsmál gagnrýnenda í Cannes og óeirðir í París, en þar var hún sýndí langan tíma,  það eru náttúrulega ekkert nema meðmæli með henni!

Ástkona Mastroiannis á þeim tíma Catherine Denevue talaði ekki við hann í vikutíma eftir að hún sá myndina¡

 

Þetta er stórskemmtileg og sérstök mynd, sambland af Ratatoulle og The Cook the Thief His Wife & Her Lover. Dálítið skrítin blanda! "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband