Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Röfl ...
Ég var að koma úr líkamsræktinni, sem ég er ,,by the way" farin að verða háð.. hefði aldrei trúað því upp á letihauginn mig! .. En það sem ég furða mig alltaf á er að fólkið sem mætir þangað til að trimma getur ekki gengið nokkra aukametra úr bílunum sínum. Bílarnir eru upp á gangstétt og við öll ,,bannað að leggja" skilti og mig grunar að sumir leggi í stæði sem ætluð eru fötluðum eða hreyfihömluðum! Svei mér þá alla daga. Soldið skondið verður að segjast. ..
Annars er bara allt í gúddí, týndi símanum í sólarhring og fannst ég vera gjörsamlega gangráðslaus.. en svo sá ég auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem miðill auglýsti að hann fyndi týnda hluti, ég ákvað því að hringja í hann en fattaði þá að ég var búin að týna símanum mínum! .. (þetta er nú smá lygasaga - það kemur fram í einhverri auglýsingu að maður eigi að segja eina góða lygasögu fyrir fertugt! .. og ég alveg að verða fertug!...eða þannig) ....
Athugasemdir
Já, þetta er alveg stórmerkilegt með fólk. Við lendum ítrekað í að bílastæði fyrir fatlaða eru upptekin af venjulegum fólksbílum án allra P-merkja. Fyrir utan leikskóla sonar míns er eitt slíkt stæði sem ætti að duga fyrir eitt hreyfihamlað barn.Einu sinni sem oftar var ég að fara að sækja soninn og var reyndar komin 8 mánuði á leið. Kem þá að manni sem situr í bíl sínum og hlustar á útvarpið í mestu makindum (með konan hefur skroppið inn að sækja afkvæmið). Ég bendi honum góðlátlega á að hann hafi lagt í bílastæði ætlað fötluðum. Maður sótbölvar og segir: Þú ert nú ekki fötluð þótt þú sért ólétt! Það fannst mér nokkuð skondið..
Sigríður Gunnarsdóttir, 19.2.2008 kl. 20:50
Góða nótt
Sunna Dóra Möller, 19.2.2008 kl. 22:30
Damn!! ég gleymdi að segja eina lygasögu áður en ég varð fertug! segi ég þá ekki bara tvær áður en ég verð fimmtug
Huld S. Ringsted, 19.2.2008 kl. 22:55
Þetta er dálítið merkilegt með fólk sem er í trimm trim reisi það er alltaf á fullu. Í trimm og úr trimmi. Er þetta ekki bara kapp við endorfinið. Sammáls Sigriði hér að ofan þurfum bílastæði fyri óléttar konur sérstaklega þær sem eru á fullu í trimmi. Jók með trimmið en ekki bílastæðin. Sé fyrir mér þrjú bílastæði við árbæjarbakarí einn fyrir fatlaða og eitt fyrir mig. Smá morgun rugl.
Valdimar Samúelsson, 20.2.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.