"Amma strjúka, ég lúllar.. "

Mánapíslin mín er í gistingu og ég elska þetta barn svo mikið að það hálfa væri nóg. Það var ekki samkomulag milli Mánans og fimmáringsins á heimilinu svo að pabbi las fyrir fimmáringinn og amma las fyrir dóttursoninn. Þetta samband okkar er s.s. amma með pabba Shocking ....

Nóg um það Máninn fékk alla veganna allt það dekur sem hann bað um, strjúka andlit eins og amma ein kann (segir hann) og strjúka kálfana og svo loksins bakið.. Mamma hans sagði alltaf þegar hún var á hans aldri ,,mjúka bak mamma" .. nú er hann tekinn við!... svo var sungin öll syrpan af svæfingalögum ömmu og eru þau mörg ...zzzzzzzzzzz Nú er komin á ró og báðir gúbbarnir, sá fimm ára og sá næstum fjögurra ára steinsofnaðir zzzzz... krúttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Elsku Jóhanna, þetta er lífið.

Ekkert betra en að eiga góða ömmu. 

Halla Rut , 28.2.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Tiger

  Ömmur eru Englar í mannsmynd. Snertingin er af hinu góða því börnin þurfa á henni að halda. Skelfilegt bara hve mikið fólk hræðist hana og það að sýna tilfinningar. Bróðir minn lá lengi á Sjúkrahúsi þegar hann var barn, oft haldið sofandi á tímabili - og það eina sem hann man frá þeim tíma eru snertingar móður okkar þegar hún var að tala við hann, strjúka hann í bak og fyrir og kreista hendur og tær til að láta hann vita að hún væri þarna. Snertingin getur verið gulls ígildi og er vanmetin. Þú ert dásamleg amma góð..

Tiger, 29.2.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æ takk öll fyrir  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.2.2008 kl. 15:51

5 identicon

Nú er ég komin heim til mömmu og pabba! Mömmu sem kann alls ekki að strjúka eins og amma... sama hvað hún reynir....hihihi...

Ég kann sko alveg á hana ömmu mína, var meira að segja næstum búin að fá hana til að sleppa vinnu í dag bara svo ég þyrfti ekki að fara í leikskólann... heh maður kann nú eitt og annað... 

Takk fyrir mig amma mín og Tryggvi minn... hafði það svooo gott hjá ykkur!

KNÚZZZZZZ..... Máni 

Mánalingurinn (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er satt hjá ykkur, þetta er lífið!..

Mánalingur minn (og mánamamma þykist ég vita sem hefur skrifað fyrir þig), takk fyrir skrifin. Þið eruð yndisleg öll þrjú litla fjölskyldan.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.3.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband