Sunnudagsnostalgía ...lambalæri, brúnaðar kartöflur og Ora baunir ..

Erum búin að senda útkall til unganna okkar - eins og við gerum nú oft, en ,,gulrótin" í þetta skipti er LAMBALÆRI. Fengum áskorun ekki alls fyrir löngu að elda nú gamla góða lambalærið. Ég elda nú oftast kjúklingarétti m/sætum kartöflum, brúnum grjónum og/eða speltpasta og tonn af fersku og steiktu grænmeti.  Það fellur yfirleitt mjög vel í mannskapinn.

En nú er s.s.lærið (kostaði sexþúsundogeitthvað mínus 30% afsláttur) að malla í ofninum. Síðan fer ég auðvitað alla leið og geri sykurbrúnaðar kartöflur (sem ég smakka að vísu ekki í mínu alræmda sykurbindindi).

Þegar ég var stelpa var þetta einfalt. Lambalæri- eða hryggur í hádeginu á sunnudögum og svekju- eða ávaxtagrautur í eftirrétt. Það var allt einhvern veginn í svo föstum skorðum. Við gengum alltaf að lambakjötinu vísu á sunnudögum.

Eigið góðan sunnudag. Heart

Mánalingur og fimmáringurinn eru þegar tilbúnir í slaginn..

1.og 2.mars 2008 011

1.og 2.mars 2008 010

Skikkjurnar af Súpermanbúningnum ná niður undan úlpunum! ... LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Oh boy þvílík krútt.  Hér er nánast alltaf læri á sunnudögum.  Og ég býð pabba í mat, og stundum öðrum fjölskyldumeðlimum.  Góða skemmtun með fjölskyldunni elsku Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Grumpa

lambalærið klikkar aldrei, og það var nákvæmlega sami matseðill á sunnudögum í mínu ungdæmi (stundum samt kótelettur eða lærissneiðar).....mig er farið að langa í mat til mömmu!!!

Grumpa, 2.3.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Tiger

  Undur og stórmerki - eða þannig. Á þessum bæ var einmitt lamb í hádegismat, með brúnuðum kartöflum og baunum - ásamt heimagerðri rabbarbarasultu og sósu.. Ætla að brytja restina niður í sósuna og hafa "afganga" í kvöldmatinn.. *slurp* ..

  Er annars að spá í gæsirnar hennar Maddýar - langar í slíka næstu helgi. Ef ég er sniðugur þá mun ég geta það óbeint, en ég gef sirka 20 slíkum að borða hérna fyrir utan þegar kalt er og slatti af snjó. Þær treysta mér orðið - og rétt eins og lömbin hennar Guðrúnar - fæ ég þær kannski til að labba bara sjálfar inn í ofninn minn... *slurp*.. (Guðrún og Maddý opnast í nýjum gluggum en taka ekki þinn glugga)...

  Ohh.. verð alltaf svoooo hungraður þegar ég tala/skrifa um mat...

Tiger, 2.3.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Tiger

  Mánalingur og fimmáringurinn eru yndisleg krútt, ætli megi borða þá? *hux*. Nei, nú leita ég mér að aðstoð við að hemja matarlistina...

Tiger, 2.3.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Lamalæri eða lambahryggur er eðal sunnudagsmatur.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 17:59

6 Smámynd: FF

Verði ykkur að góðu. Lærið stendur alltaf fyrir sínu og minnir mann á gamla góða daga þegar maður bjó í hlýjunni hjá mömmu og pabba.

FF, 2.3.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Halla Rut

Þetta hér að ofan er frá mér...sorry

Halla Rut , 2.3.2008 kl. 22:53

8 identicon

Þú færð fullt hús stiga fyrir kjötið í gær, eins og allt annað sem þú eldar! Takk fyrir mig knús knús :)

kv. Gunnsa

Gunna Lilja (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband