Sunnudagur, 2. mars 2008
Sunnudagsnostalgía ...lambalæri, brúnaðar kartöflur og Ora baunir ..
Erum búin að senda útkall til unganna okkar - eins og við gerum nú oft, en ,,gulrótin" í þetta skipti er LAMBALÆRI. Fengum áskorun ekki alls fyrir löngu að elda nú gamla góða lambalærið. Ég elda nú oftast kjúklingarétti m/sætum kartöflum, brúnum grjónum og/eða speltpasta og tonn af fersku og steiktu grænmeti. Það fellur yfirleitt mjög vel í mannskapinn.
En nú er s.s.lærið (kostaði sexþúsundogeitthvað mínus 30% afsláttur) að malla í ofninum. Síðan fer ég auðvitað alla leið og geri sykurbrúnaðar kartöflur (sem ég smakka að vísu ekki í mínu alræmda sykurbindindi).
Þegar ég var stelpa var þetta einfalt. Lambalæri- eða hryggur í hádeginu á sunnudögum og svekju- eða ávaxtagrautur í eftirrétt. Það var allt einhvern veginn í svo föstum skorðum. Við gengum alltaf að lambakjötinu vísu á sunnudögum.
Eigið góðan sunnudag.
Mánalingur og fimmáringurinn eru þegar tilbúnir í slaginn..
Skikkjurnar af Súpermanbúningnum ná niður undan úlpunum! ...
Athugasemdir
Oh boy þvílík krútt. Hér er nánast alltaf læri á sunnudögum. Og ég býð pabba í mat, og stundum öðrum fjölskyldumeðlimum. Góða skemmtun með fjölskyldunni elsku Jóhanna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 15:17
lambalærið klikkar aldrei, og það var nákvæmlega sami matseðill á sunnudögum í mínu ungdæmi (stundum samt kótelettur eða lærissneiðar).....mig er farið að langa í mat til mömmu!!!
Grumpa, 2.3.2008 kl. 16:21
Tiger, 2.3.2008 kl. 17:47
Tiger, 2.3.2008 kl. 17:48
Lamalæri eða lambahryggur er eðal sunnudagsmatur.
Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 17:59
Verði ykkur að góðu. Lærið stendur alltaf fyrir sínu og minnir mann á gamla góða daga þegar maður bjó í hlýjunni hjá mömmu og pabba.
FF, 2.3.2008 kl. 22:52
Þetta hér að ofan er frá mér...sorry


Halla Rut , 2.3.2008 kl. 22:53
Þú færð fullt hús stiga fyrir kjötið í gær, eins og allt annað sem þú eldar! Takk fyrir mig knús knús :)
kv. Gunnsa
Gunna Lilja (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.