"Stöðumælir" við hvert rúm - það er málið! ...

Paulo Coelho telur þetta vera að meðaltali 11 mínútur! ... frábær bók..

Ellefu mínútur

Ellefu mínútur
Paulo Coelho
Þýð.: Guðbergur Bergsson

Þegar Paulo Coelho var á Ítalíu árið 1999 fékk hann í hendur handrit, ævisögu brasilísku vændiskonunnar Soniu. Frásögnin heillaði Coelho og eftir mikla undirbúningsvinnu varð Ellefu mínútur til. Sagan segir frá Maríu sem fer til Genfar í von um betra líf en endar sem vændiskona. Hún verður heltekin af kynlífi en þegar hún kynnist ungum listamanni fer verulega að reyna á hugmyndir hennar og hún þarf að velja á milli kynlífs, kynlífsins vegna, og þess að finna ljósið innra með sjálfri sér og njóta þess sem ástin býður upp á. Hér glímir höfundur við ýmsar ögrandi spurningar og hefur bókin verið þýdd á um 40 tungumál.

 


mbl.is Kynmök taki sjö til þrettán mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég las þessa bók, hún var frábær lesning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

tek undir það en þarna var auðvitað lítið um það sem margir ræða um þessi frvitnismál. Sagan er hreint frábær

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Hahaha.. ég gisti hjá frænku minni um daginn og byrjaði á þessari umræddu bók en komst ekki nógu langt til að átta mig á af hverju hún heitir 11 mínútur. Nú veit ég það sem sagt.

Sigríður Gunnarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær þessi bók, elska bækurnar hans

Marta B Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Tiger

  Virðist góð bók, hef ekki lesið hana þó.

Ég væri þó alveg sáttur við 7 - 13 mínútna hamagang -

ef ég væri   !  Ohmysko... *knús*.

Tiger, 7.3.2008 kl. 03:07

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir athugasemdir!  .. Mér finnst Paulo Coehlo frábær höfundur og er að lesa nornina frá Portobello núna, að vísu er ég með tvær bækur í gangi, líka Himnaríki og helvíti sem er ótrúlega mögnuð.

Tigercopper, ertu viss um að þú sért ekki Kalli kanína ?

Sigga góð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.3.2008 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband