Samantekt yfir hvað er í gangi..

Það er alltaf nóg í gangi hjá mér .. en nú ætla ég að stikla á stóru.

Í dag er afmælisdagurinn hennar Birnu sem er nú eiginkona míns fyrrverandi. Ég er montin af því hvað hann náði sér í sæta konu og þakklát fyrir hvað hún hefur reynst börnunum mínum vel. Kissing  Þau eru að fara að kíkja á hana í sveitina, núna á afmælisdaginn.

Á morgun kemur Valan mín heim úr langri útlegð í Texas og ætlum við systir hennar að bruna í Keflavík og sækja þessa elsku.

Eva mín (tala við hana á hverjum degi) lét Mánaling sleppa sundnámskeið vegna kvefs en var að fara til Birtu frænku að greiða henni fyrir árshátíð, en Eva er alltaf fljót til að hlaupa til og aðstoða.

sætar systur Sætar systur .. Eva og Vala

Tobbinn (tvíburi Völunnar) er í útgerð í Bláfjöllum, þ.e.a.s. vinnur þar alla daga vikunnar - en ætlar síðan að taka frí í maí og heimsækja systur sína til Flórída. Ég fæ kannski að troða mér í ferðatösku og fara með. Annars nóg að gera í maí en þá erum við að fara í fermingu til Kongens Köbenhavn - öll systkinin og mamma og einhver slatti af afkvæmum! Gaman gaman..

 

Tobbi

Þarna er Tobbi með litla Mánaling frænda sinn en hann var fékk það virðulega hlutverk að vera guðfaðir!  ...

Þá eru nú börnin upptalin en svo á auðvitað fjögur frábær ,,skábörn" .. sem eru öll í mismunandi stússi eftir aldri o.fl...  

Elskulegur maðurinn minn (var ekkert búinn að gleyma honum)  er nú búinn að vera með flensu í fjóra daga og vona að það fari nú að brá af honum. Gef honum Yogi karlmannate til að flýta fyrir bata!

Í dag er að renna upp 26. dagur heilsusamlegs lífs. Sem innifelur í sér góða hreyfingu í Laugum, þar sem ég geng á ,,Cross-trainer" - hætt að hlaupa á hamstursbrettinu - en fer líka í ýmis tæki sem gera mig sterka. Borða ekki sykur og drekk ekki alkóhól. Farin eru tæp sex smjörlíkisstykki og einhverjir ómældir sentimetrar. Það verður sko ekkert lát á þessu, því þetta er sko bara gaman. Ég sleppi að vísu líka kaffi - en það er af viðkvæmummagaástæðum. Sá það samt í Opruh einhvern tímann (og ekki lýgur Oprah) að ef þú hættir að drekka kaffi og drykkir í staðinn græn te myndir þú léttast um einhver x kíló á mánuði. Sel það ekki dýrara en ég keypti það og man ekkert stærðina á x-inu. - Því miður!

Well.. Þetta er nú í gangi hjá mér og mínum, hvað er í gangi hjá þér ? hehe..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með þetta alltsaman og bestu batakveðjur til Tryggva.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá aldeilis mikið að gera á þessu heimil, og yndisleg kona þarna á ferð, sem greinilega hefur kærleikan í fyrirrúmi við alla í kring um sig.  Til lukku með þetta allt Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Sigurður, kem kveðjunni til Tryggva!

Ásthildur, þakka þér þessi fallegu orð.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.3.2008 kl. 15:51

4 Smámynd: Tiger

 Coffee DrinkerUss já, kaffi er algert eitur sko... satt er það. En mikið assgoti er það nú samt gott á morgnanna ... *slurp*.

Flottar myndir og fallegir afleggjarar, góð gen úr móður ætt bara ...  Knús á þig og eigðu góðan sunnudag. P.s. og jámm, ekki skrökvar Oprah... uss. 





Tiger, 9.3.2008 kl. 03:23

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

En gaman að þessum skrifum. Flott fjölskyldan þín. Svo ert þú svo dugleg í ræktinni og alles........ Ég þarf að hætta að borða sykur

Batakveðjur til mannsins þíns og knús til þín.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband