Miðvikudagur, 18. október 2006
Gríðarleg uppbygging fyrir aldraða ????
Björn Hrafnsson er að auglýsa uppbyggingu fyrir aldraða. Það er æðislegt.
Því miður þarf að gera enn betra: Borga fólki sem nú þegar starfar á heimilum og stofnunum fyrir aldraða almennileg laun. Það er virkilega þörf á hæfum einstaklingum til að hjálpa gamla fólkinu að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Sérstaklega er kostur ef að fólkið er íslenskumælandi og hefur aðeins vit á menningu þessa fólks sem það er að hugsa um. Getur sungið með þeim gömlu góðu lögin/sálmana og aðstoðað við að rifja upp gamla daga. Þetta snýst m.a. um að hjálpa hinum öldruðu að halda reisn sinni. Vorið 2003 var ég að vinna í 100% starfi á Eir við aðhlynningu. Hefði fengið 106 þúsund krónur í heidarlaun á mánuði ómenntuð, en fékk 5þús meira þar sem ég hafði lokið 5 ára háskólanámi = 111 þúsund fyrir að starfa allan daginn :-) .. þetta var MJÖG gefandi starf að öllu öðru leyti nema hvað viðvék peningamálunum. En auðvitað mjög krefjandi líka - á líkama og sál.
Ég veit ekki hvað þetta hefur hækkað í dag, en eitt er víst að ég hafði ekki efni á að vinna við þetta.
Athugasemdir
Hjálpar lítið að byggja ef ekki bá borga fólki fyrir að vinna við þetta.
Birna M, 18.10.2006 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.