Mánudagur, 24. mars 2008
Hundar ....
Þegar ég var barn var ég logandi hrædd við hunda og í raun flest dýr. Lenti í því þegar ég var tveggja ára að belja sleikti mig í framan og ég hef síðan verið svolítið hrædd við Búkollu!
Það þarf að sinna hundum vel, hafa tíma - til að þeir séu glaðir.. svona eins og börnunum! .. ... Mesta vesenið við að hafa hund eru hundahárin og svo fordómar sumra gagnvart hundum eða hundaeigendum. Hundaeigendur eru misjafnir og þeir sem eru sóðar með sjálfa sig eru auðvitað sóðar með hundana sína.. jú, svo er það binding líka að vera með hund....
Í júní 1990, þegar yngri börnin mín voru fjögurra ára gömul fengum við okkur yndislegan labradorhvolp, með bleikan nebba. Hún varð í raun fljótlega sem ein af fjölskyldunni og hélt sjálf að stundum að hún væri manneskja! Hún elskaði lasagna (eins og Garfield) og aldrei þótti henni betra að fá að fara upp í rúm krakkanna en þegar ég var nýbúin að skipta á! Ekki nennti hún að vera ein útí garði, ég eða sá sem sinnti henni þurfti alltaf að koma með henni.
Hún átti fína bastkörfu og þegar börnin voru leið, eða sérstaklega önnur dóttir mín, lagðist hún hjá henni í körfuna og grét í feldinn hennar eða hvíslaði leyndarmálum í eyra henni.
Hundar hafa svolítið sérstaka næmni, þeir finna þegar þér líður illa. Ef ég var í einhverri lægð og hafði áhyggjur þá kom hún með trýnið sitt og lagði á lærið mitt, hnusaði og það vantaði bara að hún segði ,,ég skil þig alveg."
Þessi gæfa tík varð aðeins níu ára, því hún var bæði komin með krabbamein og gigt og þurfti því að svæfa hana og það var hræðilega sárt að kveðja hana og var mikil sorg í hjörtum okkar og mikið grátið þegar hún fór til himnaríkis.. já - við fjölskyldan trúum því bara að hún sé í himnaríki eins og allir sem eru farnir og við elskum, barnaleg trú en notaleg... Þó að mörg ár séu nú liðin frá því hún fór .. munum við hana alltaf.
Athugasemdir
Allir sem eru góðir fara til himnaríkis, ég deili þeirri barnalegu trú með þér og fleirum, sem betur fer
Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 09:48
Öfugt við marga aðra, þá var ég aldrei hrædd við dýr, en á síðustu árum hefur mér verið meira og meira illa við að vera mikið að snerta þau. Og mér er eiginlega verst við hunda, því þeir flaðra upp um mann óbeðnir og sleikja mann. En ég held að gæludýrahald sé einstaklega dýrmætt fyrir þá sem kunna að meta það.
Laufey B Waage, 24.3.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.