Messað á Sólheimum í Grímsnesi á Páskadag

Við betri helmingurinn fórum í Sólheimakirkju á páskadag,  til vinar míns sr.Birgis Thomsen og konunnar hans hennar Erlu. Elskulegri hjón er vart hægt að hugsa sér. Búið var að auglýsa að Diddú ætlaði að syngja og Erla ætlaði að lesa ritningarlestra en svo greip Birgir mig við innganginn og bað mig um að útdeila með sér sakramentinu. Ég fékk nú aðeins skjálfta en þakklát fyrir að fá þetta hlutverk. Hefði nú viljað hafa mig aðeins betur til, en kom úr bústaðnum  með tagl í hausnum og svo ég var ekki í hefðbundnu ,,sunnudagsdressi" .. (kemur hégóminn uppí manni LoL) ..

Jæja, útdeilt var ósýrðu brauði örugglega bökuðu af Erlu  (ekki venjulegum oblátum) og eflaust heimagerðu messuvíni. Langt síðan ég hef tekið þátt í svona hefðbundnu messuhaldi, en að vísu er ekkert mikið hefðbundið við Sólheima í Grímsnesi, andinn þar er einstakur - hlýja og elskulegheit skín af fólkinu þarna. Bæði vistmönnum sem starfsfólki.

Minni_Borgir_páskar_2008 064

Erla les - Birgir stendur ,,prúður" fyrir aftan

Minni_Borgir_páskar_2008 069

Held þarna á keramik-kaleik og Birgir með körfuna með hinu ,,ósýrða" brauði

Minni_Borgir_páskar_2008 065

Diddú að syngja - Gróa á bak við píanóið..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Mér sýnist þú nú ekkert þurfa að skammast þín fyrir lúkkuð eða átfittið (lengi lifi hégóminn samt sem áður).

Merkilegt með þessa píanista. - Ef þeir sitja ekki við hljóðfærið (aðgerðalausir?), þá eru þeir á bak við það. 

Laufey B Waage, 26.3.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Laufey alveg eins og konan bak við eldavélina

Flottar myndir Jóhanna mín og þú ert þarna stórglæsileg.  Sniðugt að vera með heimagert brauð og messuvín myndarskapurinn greinilegur á því heimili.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ha, ha, Laufey, góð ábending - auðvitað er Gróa að spila á píanóið en ekki á bakvið ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.3.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Glæsileg kona þarna, yndisleg stemning greinilega.

Marta B Helgadóttir, 26.3.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka ykkur elskulegastar og sætastar sjálfar, fyrir hrósið  ...  Yndisleg stemning ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.3.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband