Sunnudagur, 6. apríl 2008
Víkingur - gamall píanóleikari ?
Ég var að horfa á þáttinn hennar Evu Maríu þar sem hún rabbaði við Víking Heiðar Ólafsson, þennan sæta unga strák sem gæti orðið óskabarn þjóðarinnar vegna píanósnilli sinnar.
Eva María tók viðtal við Erlu Stefáns píanókennara, sem byrjaði að kenna honum fimm ára gömlum, en þegar hann byrjaði sagði Víkingur Erlu að hann kynni að spila á píanó. Hún sagði það rétt, það hefði verið í honum og hann hefði komið með þann ,,farangur" inn í þetta líf. Hann væri gamall píanóleikari, eldri en hún.
Það er ekki í takt við kristna trú að trúa á svona, en stundum finnst manni eins og sumir fæðist með svo þroskaðan anda að það hljóti að vera einhver farangur sem fylgi. Kristin trú (eða eins og sumir túlka hana) má heldur ekki verða sú spennitreyja sem heftir fólk frá víðsýni.
Í Biblíunni er talað um talentur (sbr. talents) sem eru auðvitað bara hæfileikar og hvernig við nýtum þessar talentur.
Hvort sem að við komum með farangur frá fyrra lífi eða erum fædd með talentur þá skiptir mestu máli að nýta það vel, lítið gagn er að farangri sem er lokaður í ferðatösku eða talentum í lokuðum kassa.
Athugasemdir
Skemmtilegur vinkill, eins og þín er von og vísa.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:02
Ég trúi því svo sannarlega að við komum öll með "farangur" inn í lífið, spurning hvort við nýtum hann eða yfir höfuð áttum okkur á því.
Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 21:05
Sammála Gísla þetta er áhugaverður vinkill í umræðuna og ég er viss um að það er einhver reynsla (frumuminni?) sem við komum með í jarðvistina. Vó don´t get me started.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 21:18
Uss já seisei... ég er alltaf með mikinn farangur með mér og hef alltaf verið með hann. Ferðast með hann um tíma og rúm sko ... enda hálfgerður jólasveinn náttúrulega! Trúi því fast að við fæðumst öll með eitthvað misgáfulegt og við erum misupplögð í að uppgötva það og nýta okkur það sem kalla má lífsfarangur... knús á þig ljúfust.
Tiger, 7.4.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.