Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Augljóslega ekki alltaf auðveldara að vera með typpi, þó hægt sé að pissa standandi!
Ég tók einu sinni niður þessa punkta úr kennslubók í félagsfræði 103 sem kennd er í mörgum framhaldsskólum: ,,Einstaklingur og samfélag" .. um gjald karlmennskunnar. Það sem er skáletrað hef ég bætt við.
Nokkrar fullyrðingar úr félagsfræðibókinni:
Algengara er að karlmenn misnoti áfengi og aðra vímugjafa.
Uppeldisstofnanir eru sniðnar að þörfum kvenna.
Skilnaðir raska meira umhverfi karla en kvenna. (Algengara að karlinn flytji út).
Tíðari gestir í fangelsum og stofnunum (95% af þeim sem eru í fangelsi á Íslandi eru karlmenn).
Sjálfsvíg og ótímabær dauðdagi eru algengari hjá körlum.
Karlar látast frekar af slysförum.
Karlar búa við meiri einangrun.
Þeir virðast síður eiga trúnaðarvin en konur.
Karlar eru verr búnir tilfinningalega undir skilnað en konur.
Konur fá oftar forsjá yfir börnum - og jafnvel núna þegar sameiginleg forsjá er algengust, eru börnin með lögheimili hjá móður og því fær hún allar skattaívilnanir, meðlag o.fl. Jafnvel þó að börnin séu jafn mikið hjá báðum foreldrum.
Karlar leita sjaldan aðstoðar.
Of miklar hetjufyrirmyndir eru til fyrir karla - sem þeir geta ekki náð að líkjast.
Allt of algengt er að ungir menn um tvítugt (yngri og eldri) séu óhamingjusamir, þunglyndir - sjá ekki alveg tilgang í neinu.... af hverju er það ? ..
Veruleikaflótti er mjög algengur hjá strákum - en hann felst í því að þeir ,,hverfa" inn í heim tölvuleikja, þar sem þeir leika stærra og merkilegra hlutverk en þeir gera í raunveruleikanum.
Hvers vegna er raunveruleikinn þeim svona erfiður ? .. Hvað erum við að gera rangt ?
Athugasemdir
Ég myndi ætla að öll þessi pressa á karlmenn komi til af staðalímyndunum sem samfélagið gerir óbeint tilkall til að þeir líkist.
Konur fá oft umönnunaruppeldi sem gerir þær hæfari í úrlausnum og að tjá tilfinningar sínar. Upp á gott og vont. Það held ég nú, þó eflaust séu fleiri ástæður fyrir þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 17:25
Já, Jenný - eflaust á félagsmótunin stóran hluta í þessu. Hún hefst á fæðingardeildinni þegar við byrjum að aðskilja kynin með litunum: bleikt og blátt.
Þó mér hafi fundist hugmyndir Kolbrúnar um litina fara yfir strikið þá er það kannski bara fyrsti dropinn af mörgum sem holar steininn.
Ég álít samt að strákar og stelpur sé mismunandi og það sé hluti félagsmótun en hluti genetískt. Örugglega misjafnlega skipt prósentulega eftir einstaklingum.
Gamla pælingin um eðli versus umhverfi.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.4.2008 kl. 17:38
Og svo bætir ekki úr skák að við sem erum ungir karlmenn í dag erum aldir upp við það að kyrjað var ofan í okkur unga og óharðnaða "karlmenn eru aumingjar" af harðbrjósta rauðsokkum sem annað hvort gerðu sér ekki grein fyrir því að flestir karlarnir sem þær sökuðu um að vera aumingja höfðu/hafa líka tilfinningar eða voru einfaldlega bara svona illkvittnar.
Litirnir hennar Kolbrúnar eru nú varla marktækt dæmi, frekar er marktækt að í sífellu er talað um karlmenn sem gerendur í ofbeldisverkum, hvaða áhrif hefur það á óharðnaða drengi? Þó að meirihluti gerenda í ofbeldi séu karlar er meirihluti karla ekki gerendur í ofbeldi, en það virðist ekki ná í gegn...
Það eru gerðar endalausar kröfur til okkar að hálfu samfélagsins og ekki síst að hálfu kvenna, og það er nú varla furðulegt að fæstir okkar höndli álagið.
Genetíkin hefur væntanlega lítið sem ekkert með þetta að gera heldur frekar hormónar og framleiðsla þeirra...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.4.2008 kl. 17:48
Jóhanna mín þetta er sannleikur sem því miður blasir við karlmönnum í dag, og sem því miður er ekki rætt um, af þvi að sumir ..... hafa allt of hátt og tala of mikið um vandamál kvenna. Vandamál karla komast einfaldlega ekki að.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:45
Izzpiss og pelamál... Ég er sko ekki hræddur við að tjá tilfinningar og ég gæti alveg skotið allar þessar setningar á kaf sko! En ég er líka svo mikill pjakkur og prakkari - læt sko ekki króa mig af úti í horni - og sit ekki þegjandi ef einhver ætlar mér að vera stilltur ... jihaaa! *bros* .. knús á þig ljúfan.
Tiger, 9.4.2008 kl. 14:05
Takk fyrir athugasemdir, sitt sýnist hverjum augljóslega. Það eru ekki allir karlmenn/strákar í krísu sem betur fer, en of margir að mínu áliti.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.4.2008 kl. 15:11
Hef oft hugsað um þessa spurningu. Hvað er að. Já hvað gerum við rangt. Fyrir 50 plús árum var karlmaðurinn provæderinn. Hans dópamín var að skaffa. Ef hann gat það ekki þá leið honum illa. Hann vildi að fjölskyldan hefði alltaf nóg. Hann var ekki endilega gáfum gæddur en gat margt s.s. byggt hús, bíla,báta, vegi, brýr yfir stór fljót, skip, flugvélar.
Þetta byrjaði allt í æsku þegar litla systir dáðist að litla bróður smíða úr mekkanóið meðan hún lék sér af dúkku og dúkkulísum. Allt í einu uppgötvaði heimurinn að konan var gáfum gædd og svo byrjaði jafnréttis hyggjan ekki milli karla og karla né kvenna og kvenna heldur karla og kvenna. Þá fór karlinn að sjá að líf hans var ekki lengur metið nema þá ef hann var forstjóri fjármálafyrirtækis. Konur litu helst ekki við verkamönnum og synir þeirra sáu þetta og reyndu að megni að verða einkvað meir en gáfur leifðu. Pressa pressa að verða einkvað í augum þessara já yfirleitt gáfuðu kvenna. Svo lesum við að konur þurfi ekki einu sinni á okkur að halda lengur. Kannski einn sæðisgjafa í búri á 1000 konur. Konur eru félagsverur og eiga venjulega ´fullt af vinkonum, saumó og allt það á meðan karlinn á mest einn vin og treystir á væntumþykju frá fjölskilduni, kannski rugl en held samt að karlinn finnst hann vera vanmetin þótt hann hafi hannað og byggt 99% af öllu sem byggt er í heiminum. kannski 90%. Kannski í stuttu verksvit manna er ekki lengur metið hvort sem það er kona eða maður. Smá útrás.
Valdimar Samúelsson, 10.4.2008 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.