Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Biggest Looser hvað ?
Ók í blíðskaparveðri niður í Álfheima, í gærkvöldi, þurfti aðeins að hringsóla þar sem engin voru bílastæðin og ekki leggur konan á gangstétt eftir að hafa úthrópað aðra fyrir að gera það. Fékk þó stæði eftir að ég fór að hugsa jákvætt um að eitthvað myndi losna. Gekk með íþróttatöskuna og hnút í maganum inn í hina nýju Hreyfingu. Þar var mér vísað áfram niður í völundarhús búningsklefanna. Þegar kom að því að loka skápnum, sem er gert með tölvubúnaði, byrjaði heilinn að brenna kaloríum, vissi ekki að ég væri að fara í heilaleikfimi líka. Það róaði mig að þarna voru fleiri konur sem voru að reyna láta líta út að þær kynnu á þetta lásasystem. Að lokum fékk ég góða hjálp og klikk - fötin læst inni í skáp 119. Man þetta númer ennþá því ég var svo hrædd við að gleyma númerinu! Líka endirinn á kennitölu sonarins.
Þessar konur sem ég hitti þarna voru að fara á sama átakanámskeiðið og ég, allt konur sem vildu missa 3-5 kíló og ekki gramm meir!
Settumst allar, fjörutíu talsins, inn í ískaldan sal þar sem beitt var frystimeðferð eða þannig. Við sátum og fengum fyrirlestur um að henda t.d. öllu óhollu úr ísskápnum. Ég hugsaði til Tryggva míns sem lifir á lúxusostum og parmaskinku, auk bjórsins og hristi höfuðið í huganum, en jánkaði svona líkamlega og brosti. (Úfff ..fyrsti óheiðarleikinn).
Eftir ískaldan fyrirlestur, var okkur smalað upp í hjólaherbergi og þar hófst pyntingin fyrir alvöru. Spinning - ó mæ god hvað afturendinn á mér var aumur eftir þessa svakalegu hjólatúra. Gelhnakkur er kominn efst á minn innkaupalista, ofar möndlunum og hörfræunum sem við eigum að borða! Skylda að brenna í 300 mínútur á viku og borða ekki meira en 1600 kalóríur á dag..
Fengum tösku, brúsa, nuddtíma o.fl. í sárabætur fyrir misþyrminguna á hjólunum. Sumum fannst ekkert vont að sitja á hjólahnakki, ég virðist vera svona soldill aumingi.. eða kannski ,,The Biggest Looser" .. það kemur í ljós 5. maí þegar námskeiði lýkur... Fer aftur í kvöld ..
Gamanaðessu!
Athugasemdir
Hér eru nokkrar kaloríur handa þér ljúfust...
Nei, segi nú bara svona. Gott hjá þér að skella þér í ræktina, við höfum öll gott af slíku - þó ekki sé nema bara til að styrkja líkamann. Viss um að kuldakastið þarna sé hluti af meðferðinni - enda brennir líkaminn miklu bara við að halda hita á sér. Vita greinilega hvað þeir eru að gera á svona stöðum sko! ... Knús í daginn þinn ljúfan!
Og koma svo ... áfram ... áfram... go go girly!
Tiger, 9.4.2008 kl. 16:39
Gangi þér vel með þetta
Huld S. Ringsted, 9.4.2008 kl. 20:10
Fruuuuuuuuuuuuuuussssssssssssssssssssssssssss
Að fara á pyntingarnámskeið fyrir 3 kg. Myndi skutla þeim af mér með smá labbi bak við hús.
Tertubiti. Algjör tertubiti vúman.
En bjórinn er eitur í kalórískum skilningi (svo ég tali ekki um hvað hann gerir við moi)
Þaðergamanaessu!
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 22:16
Ja það er nú ekkert grín að vera í heilsuátaki þegar maður býr heima hjá pabba haha. Tel þig góða að hafa sjálfsagann í það haha :) En ég mæli samt með því að þú fáir þér púlsmæli. Eftir að ég mætti með minn í spinningtíma get ég ekki án hans verið. Færð mest út úr tímunum þannig.
En keep up the good work! :)
Gunna Lilja (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:52
Gott gengi í þessu góða nótt
Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 01:01
Takk fyrir góða hvatningu þið öll!
Gunna, þú þekkir ,,gourmet" lifnaðarhátt pabba þíns, þannig að ég er auðvitað undir tvöföldu álagi að standa mig. Ætla að fá mér púlsmæli til að verða ,,pro" ..annars ert þú með ,,insider" þarna í Hreyfingu sem getur fylgst með mér!
Jenný, ég er búin að reyna margt ... og er komin í ágætis form, en því miður virkar það ekki hjá mér að losna við þessi síðustu 3-5 kg sem sitja sem fastast!
Tigercopper - hvað á það að þýða að senda mér köku! .. sendu mér frekar kál!
Fór í gærkvöldi og brenndi á þremur mismunandi tækjum, gerði hundrað magaæfingar og gekk ,,dauðagöngu" .. svokallaða! Ég hugsa að ég geti birt mynd before and after þegar þessu er öllu lokið (svona eins og í hydroxycut auglýsingunni hehe)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.4.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.