Græðgin og sóðaskapur getur orðið manni að falli!

 Vona að þessir sælgætisþjófar hafi verið sektaðir fyrir ,,littering" þ.e.a.s. að henda rusli á almannafæri! Svakalega get ég orðið pirruð á fólki sem hendir rusli, flöskum, sígarettustubbum og tyggjói útum allt.

Ég bloggaði nú einu sinni um þegar við dóttir mín lentum í brjálaða gaurnum sem hún benti vinsamlegast á að hann hefði ,,misst" flösku sem hann henti út um bílgluggann. Hún átti fótum sínum fjör að launa - svo reiður varð gaurinn!  Hann hafði augljóslega hent vitinu út um bílgluggann með flöskunni.

Í síðustu viku rölti ég út í hádeginu eins og yfirleitt í vinnunni, ég þurfti að ganga á milli bíla á bílastæðinu fyrir framan verslun og ,,vúsh" hálfreykt sígaretta kom fljúgandi að mér. Kona á besta aldri sat inní bílnum og varð eins og humar í framan og sagði "afsakið", en ég og minn stóri munnur gat ekki alveg þagað og spurði, að vísu mjög kurteislega, hvort henni þætti þetta smart, að henda svona út um gluggann. Svarið var: ,,ég þurfti að losna við sígarettuna" .. hmm...eru bílar þá ekki framleiddir með öskubökkum lengur ? .. Gott hún þurfti ekki að losna við fleira! Tounge ..

Hvað um það, það þyrfti nú að fara að sekta fyrir þennan sóðaskap, það virðist vera það eina sem fólk skilur - og bannað að fara í söfnun ef Hannes kastar einhverju á götuna og fær  sekt! .. Hananú and lovejú!


mbl.is Lögreglan rakti slóð sælgætisþjófanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gott á þá Ég er alveg sammála þér með að henda rusli út um bílgluggana, ég hélt eða kannski vonaði bara, að það væri einfaldlega ekkert í "tísku" lengur

Jónína Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 08:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki svona pírípú í morgunsárið kjútípæ.  Djók, þetta er ömurlegt þegar verið er að henda frá sér sorpi, út um bílglugga and otherwise.

Ljómandi laugardagsnefndin sem býður þig velkomna á fætur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Halla Rut

Gott hjá þér að hrista í kerlu, óþolandi svona sóðar. Það er eins og fólki finnist í lagi að henda tyggjói og sígarettum út um gluggann en fátt er sóðalegra.

Halla Rut , 12.4.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Tiger

  Algerlega sammála þér Jóhanna, ólíðandi að fólk sé að henda rusli um allar tryssur þegar nóg er af ruslatunnum og minnsta mál að setja rusl á gólfið í bílnum þar til maður kemur heim og henda því þar í rusl.

Ég er eins og þú - get stundum alls ekki hold kjeft - og læt duglega flakka vel valin orð sem stinga þegar fólk er að henda rusli eða stubbum í götuna - orð eins og - "ég myndi sannarlega ekki vilja sjá hvernig er umhorfs heima hjá þér ljúfan" og fleira slíkt ... *glott*... knús á þig ljúfan og eigðu góða helgi.

Tiger, 12.4.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband