Vælt með Valdísi og Jónu Ágústu.

Sat í sakleysi mínu við morgunverðarborðið í morgun að borða sparimorgunverð sem inniheldur tvær ristaðar brauðsneiðar með 11% osti og sultu án viðbætts sykur. Auk þess nýpressaðan djús úr nýja djúsaranum sem er nýjasta tækið í tækjasafni mínu. (Betri helmingurinn álítur mig með tækjadellu).  Hafragrautur eftir uppskrift Ágústu Johnson aðra morgna.

Ég hafði kveikt á útvarpinu, því ég vissi að Valdís ætlaði að vera með Jónu Ágústu í viðtali. Valdís fór fljótlega að slá á viðkvæma strengi og í gegnum blaðrið í Tryggvunum tveimur og hávaðann í expressóvélinni heyrði ég um æsku Jónu Ágústu, þegar hún missti foreldra sína og bræður ung að aldri. Valdís las síðan upp sterka bloggfærslu Jónu sem tengdist þessum atburðum.

Ég sat eins og negld og tárin fóru að flæða, en svo heyrði ég á Valdísi að þær voru sjálfar farnar að ,,væla" eins og hún orðaði það. Ég býst við að flestum hafi a.m.k. vöknað um augu sem á hlýddu.

Á þessum árum þekktust ekki orð eins og áfallahjálp eða eftirfylgd og ósjálfrátt rifnaði upp plásturinn af mínu sári þegar pabbi dó og þögnin eftir dauða hans. Hér er minnst á það.

Viðtalið var gott og einlægt. Jóna er manneskja með einstaklega jákvætt viðhorf til lífsins, augljóslega ekki bitur og föst í reiði og tilbúin til að skoða allar hliðar mála.´

Ég hlakka til að lesa bókina hennar, sem hún gefur út fyrir jól - og held ég þurfi ekki að hafa spákonuhæfileika til að spá henni metsölu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Missti af þessu því miður.  Falleg færsla hjá þér Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Slóðin á viðtalið fyrir þau sem misttu af er HÉR.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Rosalega góð færsla. Takk.

Edda Agnarsdóttir, 13.4.2008 kl. 13:02

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir falleg orð í minn garð Jóhanna. Ég var að lesa færsluna þína um pabba þinn.. og dauða hans. Ofsalega falleg, einföld og blátt áfram frásögn hjá þér og maður skynjar sársaukann. Vel orðað hjá þér að hjartað sé bara 7 ára ennþá hvað þessu viðkemur. Það er nefnilega nákvæmlega þannig... og þegar maður eldist þá fer maður að finna svo til með þessu litla barni.. sem einu sinni var ''ég''. Sem betur fer hafa tímarnir breyst og þekkingin á manns-sálinni er víðtækari. Það er boðið upp á hjálp við svona áföllum sem jafnvel átti bara að þegja í hel hér áður.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.4.2008 kl. 15:07

6 identicon

Kom við okkur karlana líka! Annars er þér boðið í samkvæmi í kvöld! Endurreisn - Kalla Tomm: Hér eftir Mannaveiðar kl 21.10


Við endurreisum okkar ágæta Kalla Tomm hér eftir Mannaveiðar í kvöld. Þeir sem

ekki til þekkja:

1. Einungis má spyrja eina spurningu í hverju innskoti.

2. Spyrja má eins oft og sendingar leyfa.

3. Notkun á alls konar gagnabönkum leyfileg s.s.

http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page

4. Allir skráðir Mbl. notendur geta verið með. Fyrir IP-notendur er lítið mál að

stofna aðgengi/heimasvæði.

5. Sá sem vinnur er með keflið og ræður hvenær hefja skal næsta leik. Hann verður

jafnframt að taka keflið eða fá öðrum keflið. Þá má einnig skila keflinu til Kalla

Tomm http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/   ktomm@simnet.is (hann kemur því áfram)


6. Bæði má spyrja um perónur, raunverulegar eða skáldsögu, lifandi og dauðar,og hluti.

Gott væri að einhver bæti við ef eitthvað hefur gleymst.

Skjáumst.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:23

7 identicon

Hæ mamma, sko.. það er bannað að láta mann gráta í skólanum! Ef ég gæti væri ég löngu búin að veit ömmu minni fálkaorðuna! Hún er hetjan mín, ekki bara fyrir að hafa alið ykkur upp og verið dugleg mamma, heldur líka fyrir að hafa haldið afa lifandi fyrir mér. Mér finnst eins og ég hafi þekt hann! Oft er hann fyrirmyndin mín þó ég hafi aldrey hitt hann?

Elska þig mamma mín, bæði 7 ára hjartað þitt og mömmu hjartað þitt eru gerð úr gulli (þó ég eigi nú ennþá erfitt með að skilja að þú hafir líka verið 7 ára, fæddist þú í alvöru ekki sem mamma?) hih...

Luv, Eva.

Eva Lind (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband