Miđvikudagur, 16. apríl 2008
Ljóminn brenndur burtu ...
Bréfritari er ađ hefja ađra vikuna á einhvers konar bikinístandskroppastandsetningarsjálfspyntingarnámskeiđi hjá Hreyfingu.
Í gćrkvöldi var ţriđji tíminn í hinu alrćmda ,,spinning." Sumum finnst ţetta gaman, en ţađ vantar augljóslega í mig spinning-greindina, ef ţetta er skođađ út frá fjölgreindarkenningu Gardners.
Ég mćtti međ gelpúđann minn og setti hann á hnakkinn, stillti hjóliđ eins og pro og held ađ engin viđstödd hafi séđ hnútinn sem ég var međ í maganum, eđa kannski bara haldiđ ađ ţađ vćri hluti af púlsmćlinum sem ég var búin ađ spenna utan um mig miđja. Var síđan eins og Grani í Spaugstofunni alltaf ađ tékka á púlsinum á ,,úrendanum" svo ég gćti nú náđ hámarksfitubruna.
Ég náđi alveg örugglega hámarksrassbruna - ţrátt fyrir geliđ. Af einhverjum ástćđum minntist ég orđa Danans sem var samferđa í reiđtúrnum yfir Kjöl (í brúđkaupsferđ međ sinni) ,,Det er lige som at vćre voldtaget av en isbjörn" sagđi hann á ţriđja degi Kjalarferđarinnar um leiđ og hann vatt sér inn í trússbílinn og ţáđi far međ honum. Sama hversu mörgum dömubindum var búiđ ađ vattera manninn međ - ekkert dugđi!! ..alveg satt!
Tíminn endađi ţó ekkert ţó ég fćri ađ hugsa og ég hélt mig á réttum púls og fór himinhátt í restina og lofađi alla helga vćtti ţegar tíminn var búinn. Kannski mest Ágústu Johnson sem sagđi ađ brennslan héldi áfram í nokkra tíma eftir tímann.. ekki brennt til einskis .. eđa er ţetta kannski allt til einskis ? Pjúra hégómi ? .. Nei, segi eins og Siggi Sigurjóns (svo ég taki fleiri karaktera međ honum) ,,I love it" .. when it is finished
Eftir tímann var okkur smalađ á vigt, ađ vísu einni í einu og niđurskurđur eftir vikuna eru 2,3 kíló, en ţađ eru fjögur Ljóma smjörlíkisstykki plús 300 grömm af ţví fimmta!
Hefur ţú fariđ á ,,átaksnámskeiđ" ?
Athugasemdir
Glettilega skemmtileg skrif Jóhanna. Ég hjóla úti í vorinu. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 16.4.2008 kl. 17:48
Vá ţú dugleg
Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 19:52
Nú, nú, ţetta er ađ koma. Go girl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 20:23
Gísli, ég stefni á alvöru hjólamennsku - engin spurning. Miklu skemmtilegra ađ fara eitthvađ en sitja kyrr!
Nei, nei, Gunnar!.. Mín einsömul 2,3 (veit sosem ţú vissir ţađ alveg)..
Takk Jónína, já - ég er dugleg - verđ ađ klappa sjálfri mér til ađ ţrauka ţetta og gott ađ fá klapp frá öđrum.
Já, Jenný - ţetta er ađ koma, I will go!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2008 kl. 20:56
Ţú skrifar svo oft skemmtilega. Ţetta orđ á skiliđ verđlaun: bikinístandskroppastandsetningarsjálfspyntingarnámskeiđ
Halla Rut , 16.4.2008 kl. 21:34
Fyndin og góđ skrif
Marta B Helgadóttir, 17.4.2008 kl. 00:00
...ég fékk mér fjallahjól ......til ađ hjóla úti, ţađ er rosa skemmitilegt
Marta B Helgadóttir, 17.4.2008 kl. 00:01
Dugnađurinn í ţér skottiđ mitt, enda sumariđ í nánd svo eins gott ađ vera viđ öllu búin. Ef ég ţarf á ţví ađ halda ađ missa einhver kíló - ţá hćtti ég bara ađ borđa á nóttunni í nokkra daga og *púff* kílóin kveđja strax, ekkert puđ og ekkert vesen - enda brennslan yfirnáttúrulega mikil á ţessum bć. Knús á ţig ljúfan og eigđu góđa nótt ...
Tiger, 17.4.2008 kl. 02:16
Flott hjá ţér! Ég vona ađ vísindamenn, sem nú eru ađ endurskođa kílóiđ, komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţetta sé í raun og sann 2,5 "ný"kíló.
Ég bendi ţér á ađferđ sem einn góđur mađur notar alltaf: Hann ţyngist í kílóum, bćtir kannski á sig tveimur, en ţegar hann missir ţau ţá er ţađ alltaf í pundum! Allt í einu er hann "fjórum" léttari.
Brilljant fyrir sjálfstraustiđ.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.4.2008 kl. 10:54
Hehe Gunnar, er ekki Feit međ stóru F-i en ţetta er ţessi fjandans fullkomnunarárátta í okkur kellunum alltaf!
Takk Halla, ..kannski ţetta sé ađeins of langt orđ ?.. en tjáđi mína tilfinningu fyrir námskeiđinu!
Guđmundur, takk, takk - gott ađ ţetta virkar hvetjandi en ekki letjandi!
Takk Marta Smarta á fjallahjólinu!
Tigercopper - borđa á nóttunni!!!... Ţú ert algjör Hómer!
Ragnhildur, já einhvern veginn hljómar vel ađ missa pund! .. til í ţađ..
Eftir ţví fleiri athugasemdir sem ég fć langar mig enn meira út ađ hjóla á alvöru hjóli! .. Á ónotađan hjálm og ryđgađ hjól sem kannski má pússa smá.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.4.2008 kl. 11:29
Superkalifrasiglistileslpilalidoseus Hahaha jamm ég hef fariđ í spinning međ henni Nínu Óskars meira ađ segja tvisvar, og mér leiđ rosalega vel á eftir, grenntist og léttist, minna fitumagn, meiri massi. En núna er ég í átaki sem er öđruvísi, ţađ er svona ađ beygja sig ađeins niđur, taka utan um lítinn kropp og hífa upp, setjast niđur á stól og taka tvo litla kroppa á sitt hvort hnéđ, iđandi litla orma út um allt. En ţađ er eitthvađ samt sem gerist ţví ég er svo glöđ inn í mér viđ ađ umgangast átaksverkefnin mín.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 17.4.2008 kl. 11:29
Knús Ásthildur, krúttin eru verđug átaksverkefni!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.4.2008 kl. 14:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.