Innflutningspartý breyttist í brúðkaupsveislu...

Í gærkvöldi fórum við  í innflutningsboð til vina. Þetta er fólk sem betri helmingurinn færði í vinapúkkið svo ég hafði nú aðeins hitt þau tvisvar áður.

Jæja, ég fer og kaupi fína rauðvínsflösku til að færa þeim, vel þær alltaf eftir útliti (og verði til að vera viss um að kaupa ekki eitthvað drasl) - svo þessi var með gylltum miða, voða flott! Smile Nú fá vínspesialistarnir flog! LoL 

Þegar ég var að velja dressið fyrir kvöldið var ég að pæla hversu fín ég ætti að vera. Er alltaf svo fín í vinnunni og stífpressuð svo það er svolítið gaman að fara í pæjugallann um helgar (innan þeirra marka sem aldurinn gefur). Dró að vísu fram fallegan svartan kjól með hvítri slaufu en hugsaði að þessi hæfði nú bara í brúðkaupsveislu og hann fór inn í skáp aftur. Gallapilsið varð ofaná.  

Við ókum niður í Hlíðar, þar var búið að skreyta með blöðrum, tekið var á móti okkur með hvítvíni og cider. Búið var að taka þessa íbúð í nefið og snýta henni út aftur. Allt orðið tipp topp fínt. Þegar liðinn var um hálftími af boðinu kvað húsbóndinn sér hljóðs og bauð fólk velkomið en tilkynnti jafnframt að parið hefði gift sig fyrr um daginn! Algjört surprise fyrir alla nema börnin þeirra og svaramenn að sjálfsögðu. Gleði, gleði, gleði... Ég var svo sjálfsentrísk að hugurinn leitaði beint heim í fataskáp þar sem brúðkaupsveislukjóllinn hékk! LoL...

p.s. fór í spinning í gærmorgun og gekk súpervel! Það er vont en venst...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

þetta hefur verið gaman en já samt skondið að þú varst að pæla í kjólnum og hættir við svo var bara gifting skemmtileg svona móment hafðu góðan sunnudag ps var einmitt að blogga um Rauðvín

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, góð í að velja vín.  Ekkert bölvað snobb.  Kann að meta svona krúttlegheit.

Ég er viss um að þú hefur slegið brúðina út í fegurð og útgeislun.

Sunnudagskveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 13:49

3 identicon

Gerði svipað hér um árið... Kalli hjá mér í kvöld kl 21

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er víst í tísku núna að hafa svona surprice giftingar.   Gaman að þessu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2008 kl. 14:42

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Knús á ykkur...  ..  já, er þetta ,,inn" núna að gifta sig surprise ???.. Ég er augljóslega ekki að fylgjast með.  .. kíki á Kalla ef ég verð heima.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.4.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sjitt....ég hefði hugsað nákvæmlega það sama ef ég hefði verið í sömu sporum hahahahahaha....

Ég heyrði einhvern tíman þá reglu að þegar mar velur vín þá eru það H-in þrjú sem að skipta máli....Höll...Hola og heimreið! Ef að þetta þrennt er á flöskunni þá (holan undir henni sko og höllin og heimreiðin á miðanum) þá er vínið gott !

Alltaf gott að svona þumalputtum......gefur manni svo mikla tilfinningu að maður sé sannkallaður spekúlant í viðkomandi málefni !

Knús

Sunna Dóra Möller, 20.4.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sniðugt hjá þeim að gera þetta svona surprise!

Huld S. Ringsted, 20.4.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert alveg jafnfróð um rauðvín og ég, ég nota alveg þessa sömu aðferð

Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband