Rúm....

Við verjum stórum hluta ævinnar í rúminu. Í gærkvöldi sofnaði bréfritari klukkan 20:30 og vaknaði klukkan 6:00 í morgun! Reif sængina af kallinum, tók síðan undan honum lakið með offorsi og síðan var tekið utan af restinni af sængurfötunum. Síðan lét ég hann (bakveikan) bera rúmið með mér fram.

Já, þetta gerist nú ekki á hverjum morgni. Í dag erum við nefnilega að fá glænýtt rúm! Tounge ..stórt Kaliforníukóngarúm... og náttborð í stíl... Nú er að koma út gamla rúminu, ef börnin ætla ekki að rífast um það.. Það kemst EKKI inn í bílskur- nema að stappa vel, því þar eru búslóðir, dót og drasl frá áðurnefndum afleggjurum auk vina og ættingja. Eigum minnst af þessu sjálf.

Það var spurning um rúm eða sólarlandaferð - sitjum bara heima í íslensku sólinni og grillum og chillum og drekkum rósavín útápalli.. Heima er hvortsemer best. Svo getur maður bara látið sig dreyma í nýja rúminu um sól og sand milli tánna ..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vona að það sé með tveim dýnum. Fengum okkur hér kíng fyrir nokkru með einn stórri dýnu og einhver hreyfing á öðrum hvorum endanum skilar sér í ruski á hinni hliðinni. Flestir læra þetta á eigin reynslu en ekki annara.

Valdimar Samúelsson, 21.4.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS ætlaði ekki að vera negatífur ég bara vildi að ég hefði spáð í þetta þegar við fengum kíngið okkar. Samt æði að sofa í því.

Heyrðu aumingja kallinn þinn í morgun er hann búinn að násér.

Valdimar Samúelsson, 21.4.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Heima er vissulega oft best en líka gott að komast í burtu öðru hvoru. Ekkert betra þó, en að sofa í góðu rúmi!!

Lilja G. Bolladóttir, 21.4.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fín dýna - að sjálfsögðu heil! Vil engan skurð á milli míns og mín.  .. Þetta er eitthvað súper-dúper sem ekki dúar á hinum endanum þegar maður hreyfir sig.

Gaman að sjá þig Lilja, ný bloggvinkona!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.4.2008 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband