Æi, hættið nú að flokka þetta og hafið bara frítt í strætó fyrir alla!

Ég var að hugsa um það í morgun (það er fyrsta skrefið) að gerast umhverfisvæn og taka strætó í vinnuna. Fór inn á bus.is og sá að leið 19 gengur í mínu hverfi og var mjög ,,impóneruð" að geta slegið inn mínu heimilisfangi og vinnunnar og fengið leiðbeiningar um tíma og leiðir. Kannski fer ég bara að taka strætó reglulega, a.m.k. þegar veður er gott.

Ekki það að ég hafi ekki efni á að taka strætó, því auðvitað spara ég bensín ef ég geri það, en mér fyndist það bara svo frábært framtak að hafa strætó gjaldfrjálsan, eða í raun greiddan úr sameiginlegum sjóði okkar, því það hlyti að minnka mengun frá einkabifreiðum og hvetja fleiri til að stökkva uppí strætó. ALLIR Í STRÆTÓ! .. Grin ..

P.S. eitthvað hlýtur þetta kortakerfi og utanumhald við það að kosta, svo það má líka spara þar á móti! Og svo eru þetta réttu mótmælin við olíufélögin, s.s. að kaupa minna bensín.


mbl.is Frítt í strætó fyrir leikskólabörn og starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum löngu búin að átta okkur á þessu hér á Akureyri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég er sammála og hef drepið á þessu áður.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.4.2008 kl. 14:15

3 identicon

Eftir að það varð ókeypis í strætó fyrir mig (í háskóla) hef ég verið miklu duglegri að taka strætó :) Ég er alveg sammála þér mom!

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allir í strætó og minnkum mengun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ef ég tæki strætó, þá myndi ég ruglast annan hvern morgun!
OG ef allir færu í strætó, þá væri ekki pláss fyrir þessa alla!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín, ef ,,allir" færu í strætó myndum við að sjálfsögðu fjölga vögnum og ferðum.  Það er nú bara af hinu góða!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.4.2008 kl. 16:21

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það borgast þá vitanlega af sköttum almennings, fer almenningur þá ekki að borga meira í skatta?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 16:49

8 identicon

Ef allir færu að fara í strætó myndi nr. 1 mengun minnka, við verða frískari og þannig hjálpar það spítala álagi og fallega landið okkar myndi eiga auðveldara með að blómstra, 2. vegir eyðast minna og þannig spörum við gatnaviðgerðir. 3. slysum fækkar, og þannig spörum við jú sjúkrabíla og spítala (aftur). 4. Við losnum við ákveðið álagsstress (við að sitja í traffík eða við að reyna að komast framm úr gamla manninum) sem einnig er gott fyrir heilbrygði Íslendinga. 5. Við værum að sína ríkinu, bensín furstunum og öllum þeim sem græða á því að við séum að keyra út um allan bæ hvað þeir væru máttlausir án okkar og júhú.. það væri gaman að prófa!

Við að allir færu í strætó myndu bara sparast skattar annarsstaðar frá!

Elj 

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:33

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þetta Eva!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.4.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband