Simbi - velkominn í fjölskylduna!

Ég var að kíkja yfir á bloggið hennar Völu en þar er hún að segja frá því að hún hafi ,,ættleitt" hvolp af hunda-athvarfi þar sem hún er að vinna sem sjálfboðaliði. Takið eftir því þið þarna Ameríkanar sem alltaf eruð að bögga hana í tollinum!!!.. Angry hún er sjálfboðaliði og ekki að stunda ólöglega atvinnu - þetta var smá útúrdúr! ..

Well, það voru nú nokkur dýr á okkar heimili, fyrstur kom hundurinn Kolli, sem fór síðan til forfeðra sinna á dramatískan hátt sem ekki verður sagt frá hér. Pási flaug einn daginn inn til okkar og við fundum aldrei fjölskylduna sem hann tilheyrði svo hann varð að okkar Pása. Hneta, hundurinn okkar kom næst og þá brjálaða kanínan hennar Evu, man ekki lengur hvað hún hét!.. Ef börnin hefðu ráðið þá hefðu nú verið fleiri dýr á heimilinu.

En það má segja að Vala hafi verið mesta ,,dýragælan." Einu sinni, þegar hún var bara sjö ára eða svo vorum við stödd í sumarhúsi og inn kom fugl sem trylltist og flaug útum allt. Við panikeruðum svolítið en hún gekk róleg að fuglinum og tók hann í lófana og lét hann fljúga út. Síðan ætlaði hún líka alltaf að verða dýralæknir, en þegar þurfti að svæfa hundinn okkar þá breyttist það snögglega. Henni fannst það óspennandi hlutskipti.

Jæja, en nú er hún s.s. eins og ég sagði í upphafi búin að fá sér hrikalega sætan hund útí Flórída. Það er hægt að sjá umfjöllun hennar um það á blogginu hennar og myndir af krúttinu hérna.                               

Voffi fékk nafnið Simbi og ég er sko amma hans eða þannig! LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 28.4.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með Simba. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju :)

Marta B Helgadóttir, 28.4.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég elska voffa og kisur þegar þau eru lítil!
Á einn golden retriver sem er allt of sterkur fyrir mig, og frekar mikill auli, meint samt á góðan hátt....
Ég ætla ekki að gera þér það að nefna dýrafjöldann sem hefur komið inn á heimilin mín ( fyrir og eftir flutning)..

En til hamingju með ömmuhvuttann!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 29.4.2008 kl. 11:01

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með Simba kallinn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með "ömmustrákinn" Simba, algjör dúlla

Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband