Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Huldukotsferðin .. smá brot
Ég verð nú að setja hér inn smá myndir úr frægðaför okkar systra og mágkonu sl. helgi. Sérstaklega þar sem þeim var umhugað um að myndir færu EKKI inn á netið.
Hér eru s.s. Hulda og Lotta systir og Addý mágkona á göngu í Jafnaskarðsskógi!
Addý, ég með húfu sem minnir á sundhettuna hennar móður minnar hér í den og Hulda.
Hreðavatn var ísilagt og þarna sést víkin okkar sem tilheyrir Lindarbrekku (fjölskyldubústað).
Komnar heim í hlýjuna og ég með svip sem virkar eins og ég hafi séð Loch Ness skrímslið! hehe.. eða að segja uppáhaldsbrandarann minn (sem er um litla froskinn með stóra munninn).
Addý að kíkja á nágrannana. Verðum að fylgast með!
Læt þetta duga í bili - klukkan orðin svo margt að fólk á að vera sofnað... zzzzzzzzzzzzzz..
Á morgun fæ ég svigeforeldrene hennar Evu minnar í mat svo það verður hyggeaften! ..
God nat!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst myndin af þér frábær, og ef ég veit hvaða froskabrandara þú ert að tala um, þá passar svipurinn vel við þann brandarann
Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.4.2008 kl. 00:14
Hehehehe þú ert frábær Jóhanna mín og myndirnar flottar, flottar konur, og þú flottust. Gaman að þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 00:24
hahaha.. mamma þetta er algjör snilld! Hulda, Lotta, Addý og mamma þið eruð allar æðislegar! Rosalega sætar og flottar á þessum myndum.. svo no worries.. híhí Annars þá þá mamma finnst mér þú flottust þarna á myndinni með froskinn með STÓRA munninn.. ég segi þá sögu til Simba þegar hann er að fara að lúlla.. á hverju kvöldi.. hann hlær rosalega mikið og finnst þetta voðalega fyndið.. haha..
knús á ykkur heima og sérstaklega Tk þar sem hann er að koma á morgun;)
þín
Vala
Jóhanna Vala (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 01:11
Æðisleg húfa sem þú ert með þarna
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 06:06
Mér finnst þú flottust á "froskamyndinni"!
Ansi er nú kuldalegt í sveitinni, en fallegt.
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 08:18
Flottar myndir og klikkuð húfa!
Huld S. Ringsted, 30.4.2008 kl. 11:18
Skemmtilegar myndir !
Sunna Dóra Möller, 30.4.2008 kl. 11:25
Skemmtilegar myndir - þú þarna litli froskur með stóra ... jamm! Bara flottust sko.. eigðu ljúfan dag og njóttu lífsins skottið mitt.
Tiger, 30.4.2008 kl. 11:57
Þú ert flottust.
Halla Rut , 30.4.2008 kl. 14:21
Húfan er það sem gerir útslagið..sé það alveg.. skil ekkert í systrum og mágkonu að hafa ekki viljað vera með hana!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.4.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.