Fimmtudagur, 1. maí 2008
Farmor og farfar í matarboði!
Hann Ísak Máni minn er hálfur útlendingur og amma hans og afi búa í Hornslet, smábæ í Danmörku. Þau eru stödd á landinu í tilefni fjögurra ára stórafmælis Mána, sem eins og glöggir bloggvinir og aðrir tóku eftir var haldið 27.apríl sl.
Í gærkvöldi komu þau í mat og áttum við hér skemmtilegt kvöld. Aðalstuðið snérist að vísu í kringum pappakassahús sem minn laghenti maður ,,smíðaði" hér á dögunum. Sko það borgar sig að kaupa náttborð ef fólk fær svona flott ,,byggingarefni" með!
Allir prófuðu húsið, þó það hafi verið virkilega extra, extra, small fyrir okkur fullorðin!
Janne, Arne og Henrik (svigeson)
Mín svolítið þreytt og úfin eftir galdrabrellur í eldhúsi, svona beint eftir vinnu, Eva að skammta, Tryggvi Jr. og Mánalingur (báðir með Transformers diskana og glösin frá Vöu).
Bedste býst til inngöngu í pappahús..
Þarna sést í ,,bagdelen" á bedstefar!
Grallaraspóar komnir í ,,búningana" .. Löggu og Súperman!
Grallaraspói nr. 1
Eva spilaði pinku á píanóið fyrir okkur og fékk Tryggva til að aðstoða við ,,Allt í grænum sjó" ..
Máni álítur sig vera að aðstoða líka.
Einbeitt að spila frumsamið lag sem hún samdi einu sinni fyrir afa sinn.
Eigið gleðilegan 1. MAÍ OG UPPSTIGNINGARDAG... er farin í ,,(s)pí(n)ning"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég sá að í þinni familíu eru líka "farfar" og "farmor". Jenný Una og Hrafn Óli eiga sænska svoleiðis og þau eru að koma núna í næstu viku, því það á að skíra Krummann þ. 10.maí.
Takk fyrir yndislegar stemmingsmyndir.
Gleðilegan 1. maí.
Komminn
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 09:11
Jónína Dúadóttir, 1.5.2008 kl. 12:25
eigðu góðan kristihimmelfartsdag (égógógóðídönsku )
Sunna Dóra Möller, 1.5.2008 kl. 14:17
Gaman að þessu, og flott húsið, jamm það er nú aldeilis flott að fá svona gott byggingarefni, eins gott að afi er laghentur
Aldeilis frábær færsla full að gleði kærleika og ást Jóhanna mín. Takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2008 kl. 16:53
Skemmtilegar myndir af flottri fjölskyldu
Huld S. Ringsted, 1.5.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.