Hætt við Keilisferð, bækur sóttar í geymslu og myndavesen...

 Við vorum búin að plana að ganga á Keili í dag, en æi, nenntum ekki vegna skyggnis og rigningar. Í staðinn fyrir að leggjast með lappir uppí loft, ákváðum við að fara að sækja hluta af dóti sem ég hafði fengið að geyma í geymslu hjá stóra bróður. Að vísu í rúm tvö ár! .. Þetta eru margir kassar af bókum, myndaalbúmum, ýmislegt punt og dót sem ég hafði getað lifað án, en þurfti auðvitað að fara í gegnum það og velja. Er því búin að liggja yfir myndum og rifja t.d. enn meira upp unglingsárin, en eitt albúmanna var akkúrat frá þeim tíma.

Ég nennti ekki að halda áfram að sortera og fór því að blogga sko! ..Tounge

 Ég slysaðist til að fara að fikta í höfundarmyndinni minni - tók hana út - og prófaði aðra sem kom bara ekkert vel út í litla boxinu þó hún væri ágæt svona generalt.  Ætlaði að setja gömlu myndina inn aftur en týndi henni!!!  Í boxinu litla verð ég s.s. eins og búálfur þar til ég redda betri mynd. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi þú ert sætur búálfur.

Nostalgían er yndisleg en tregafull.  Á maður að skoða gömul albúm?  Ég svara þessu sjálf.  Já maður á að gera það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst þetta fín mynd af þér!
Eins og ég hef sagt áður, ertu rosalega ungleg!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þið eruð báðar sætar  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.5.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna ég tek undir það sem þessar sætu segja hér að ofan, þú ert bara sæt,
ætíð að skoða gömul albúm, það er svo gaman, og allar bækur á maður að hirða vel um, en sagt er að það sem í kassa er og þú saknar ekki í 1 ár má fara óopnað
á hauganna.
                                    Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tek undir með þeim hinum, þú ert falleg á þessari mynd

Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Tiger

Jamm, ég tek undir með öllum þessum skutlum hér að ofan - þú ert búálfur. Ohh.. æi var það ekki það sem þær sögðu? Oh well, að vísu ertu ótrúlega töff og sexy búálfur - en búálfur samt. Og þar sem ég elska að knúsa búálfa - þá færðu hérna eitt heljar knús inn í helgarrestina þína ljúfust...

Tiger, 3.5.2008 kl. 22:25

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er nú bara eitthvað meðvitundarleysi í mér að hafa ekki sótt þessa kassa fyrr. Varð að týna úr það dýrmæta-eins og albúmin og sumar bækurnar eru gersemar. Svo á ég kassa af pocket bókum sem tja ég veit ekki hvað ég á að gera við.

Takk fyrir alla gullhamra í minn garð, kannski ég haldi búálfsmyndinni eftir allt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 09:41

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Myndin er flott og ég held bara að þið allar séu virkilega krúttaralegar. Gaman að lesa hve góðar þið eruð við hverja aðra.

Valdimar Samúelsson, 4.5.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband