Sunnudagur, 4. maí 2008
Sálfræðipróf fyrir starfandi presta?
Það er náttúrulegra sorglegra en tárum taki að fólk sem sinnir sálusorgun, prestar eða aðrir í svipaðri stöðu skuli misnota aðstöðu sína.
Þegar ég var í guðfræðideildinni, en ég útskrifast í febrúar 2003, vorum við látin taka 500 spurninga sálfræðipróf, fórum í námskeið og áleitin viðtöl. Ég sagði í gríni eftir þessi próf að mikið væri gott að fá stimpil yfir að vera ekki axarmorðingi. Ég var í hópi þeirra fyrstu sem fór í gegnum þessa síu, en eftir prófin fórum við í tvö viðtöl hjá sálfræðingi þar sem okkur var leiðbeint miðað við niðurstöður. Mér var að vísu tilkynnt, að ég gæti miðað við allar aðstæður og niðurstöður orðið hinn ágætasti prestur! ... hmmm.. hugsa það síðar.. Það hefur auðvitað reynt á mig sem sálusorgara nú þegar, þó það sé á öðrum vettvangi en kirkjunnar.
Ég held að það væri óvitlaust að taka nú starfandi presta í slíka skoðun, eftir þessa uppákomu með sr. Gunnar. Ég ætla ekki að dæma hann, það verða aðrir að gera með faglegu móti.
Minni auðvitað á að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Í kringum alla sem fremja afbrot, eða eru sakaðir um slíkt, eru ættingjar í sárum og því þurfum við að gæta tungu okkar og hvað við skrifum. Þá er ég ekki að gera lítið úr sorg fórnarlamba eða ættingja þeirra, svo enginn misskilji það.
Prestur í leyfi frá störfum vegna kæru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
HALELÚJA !!!
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:39
Hér sit ég og tel og tel og tel upp á milljónir og milljónir ofan, svo ég fari ekki og bloggi um þetta nýja Byrgismál. Ég held nefnilega að það sé ekki til góðs að ég segi það sem mér býr í brjósti á þessu stigi málsins.
Trúarbrögð fruuuuuuuuuuuuuussssssssssssss, trú, allt annað mál.
Þú tekur á þessu nokkuð málefnalega og takk fyrir það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 14:21
Hvað kom fyrir? Afhverju stækkuðu stafirnir svona?
Guð skrifar í gegnum mig, nokkuð ljóst
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 14:22
Hahahaha..það er augljóst Jenný, viltu ekki bara byrja strax á nýrri Biblíu? Vera fyrsta guðspjallakonan? Svo verður tónað í kirkjunni ,,Guðspjallið skrifaði guðspjallakonan Jenný".. (ætlaði að setja hér brjálaðan broskall, en virkar ekki, úff þetta verður alltaf meira dularfullt).
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 14:26
Verð að leiðrétta sjálfa mig, það er að sjálfsögðu er til fornt Maríuguðspjall þó því hafi ekki verið haldið á lofti (af skiljanlegum karlmiðlægum ástæðum).. Jenný yrði því ekki fyrsta guðspjallakonan.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 14:31
Jóhanna, Jenný er örugglega fyrsta guðspjalls konan! Hún spjallar um heima og geima, með stórum og litlum stöfum. Pistill þinn þaflegur.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:50
Skynsamleg umfjöllun og aldrei nógu oft minnt á að fjölskyldur afbrotamanna eiga líka erfitt.
Jónína Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 17:29
Jóhanna, ef þú gerist prestur í framtíðinni þá pant ég að þú giftir mig
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.5.2008 kl. 18:39
Mig langar til að ítreka það að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð. Þetta er hræðilega sorglegt, fyrir alla aðila, fórnalömb ( ef svo er) og aðstandendur úr öllum áttum. Og í guðanna bænum ekki líkja þessu við Byrgismálið.
Charlotta R. M., 4.5.2008 kl. 21:09
Takk Róslín mín, það yrði mér mikill heiður að gifta þig. Veit ekki hvort ég tek vígslu einhvern tímann en sjáum til. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.
Sammála CRM. Dómstóll götunnar er beittur dómstóll, fljótfær og óvæginn. Því er svo mikilvægt að standa ekki í grjótkasti.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.