Á náttbuxum á daginn?

Ég á einar yndislegar rauðköflóttar náttbuxur, sem eru að vísu komnar til ára sinna, en eru alltaf uppáhalds. Mér dytti þó aldrei í hug að fara á þeim út úr húsi, þá í mesta lagi út á pall eða svalir. Kannski út með ruslið ef ég hugsa betur.

Margir af ungu kynslóðinni (og nú tala ég eins og 100 ára) virðist líta á náttbuxur á annan hátt. Vissulega höfum við stundum náttfataþemadaga í skólanum og þá mæta margir í náttbuxum, EN það eru nokkrir nemendur sem líta á náttbuxur sem dagklæðnað, sérstaklega t.d. í prófum. Stundum sé ég líka fólk á náttbuxunum í bíó.

Auðvitað er fólki frjálst að vera klætt eins og það langar, en ég hef bara furðað mig á þessari venju hvort hún sé vegna smekks eða hmmm... hvort að fólk hreinlega klæði sig ekki? Ætli það séu sömu náttbuxurnar sem það sofi í? Shocking ..

Knús og góðan dag!

p.s. bílaskoðanakönnunin er enn virk hér til vinstri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er í tísku núna, mundi alveg fara út í búð í mínum bláköflóttu ef mér bara dytti það í hug Búin að taka þátt í könnuninni, að vísu eigum við tvo bíla bláan og grænan, kom þeim ekki báðum með svo ég valdi bláa 

Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Laufey B Waage

Mér finnst þetta bara skemmtileg tíska. Mér finnst heilbrigðismerki hjá unglingunum að smeygja sér í einhvað þægilegt (og mátulega hlýtt), frekar en að standa tímunum saman fyrir framan spegilinn og troða sér í (eða smyrja utan á sig) einhvað níðþröngt, kalt og glyðrulegt.

Laufey B Waage, 6.5.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Brynja skordal

oh Elska mínar bleiku bangsa náttbuxur en myndi nú aldrei fara í þeim út fyrir hús en reyndar hef nú skotist á klósettið í þeim í útilegum En mínar dætur hafa nú farið í sínum í sjoppuna og svo frammvegis æi kannski er þetta bara krúttleg tíska margt verra hafðu ljúfan dag Elskuleg

Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er einhver tíska hjá unglingunum í dag, mínar tvær eiga það til að vera í náttbuxum allann daginn (meira að segja í bíó að kvöldi)

Huld S. Ringsted, 6.5.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst voða þægilegt að ferðast í náttbuxunum, þar sem að þá þrengist ekkert að pissublöðrunni!
Ég hef ekki hugsað mér hingað til að mæta í skólann á náttbuxunum, það myndi gerast ef ég væri of sein, annars ekki.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.5.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband