Að elda grátt silfur ... ???

Dóttir mín benti mér kurteisislega á að bíllinn minn teldist silfraður en ekki grár, en ég set þetta svona í sama flokk, silfur, ljósgrátt og dökkgrátt LoL

 Út frá þessu fór ég að hugsa um orðatiltækið að elda grátt silfur. Er ekki allt silfur grátt ? .. NEI skv. skýringum hér að neðan  er svarið að  grátt silfur er óhreint silfur en hvítt silfur er hreint. Minn bíll er því  grátt silfur því hann er óhreinn!

Leitaði að skýringum á orðatiltækinu á Vísindavefnum og þar vantar næstum aldrei svör:

Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara."

Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu eldur. Hún beygðist í eintölu eldi (hann eldi) og í fleirtölu eldu (þeir eldu) og helst forna beygingin oft í orðtakinu í nútímamáli. Á 19. öld fór að bera á því að þátíðarmyndin væri eldaði, það er "þeir elduðu grátt silfur" og lifa báðar beygingarnar nú hlið við hlið. Lýsingarorðið grár er hér notað í merkingunni 'óhreinn'. Grátt silfur var því 'óhreint silfur'. Andstæðan var hvítt silfur.

Bent hefur verið á að hafi óvarlega verið farið með eld við silfurbræðslu hafi kolefni náð að blandast silfrinu þannig að það varð grátt að lit við hitunina. Líkingin er sennilega frá þessu dregin. Um þetta má lesa í bók Halldórs Halldórssonar Íslenzk orðtök (1954:318–319)

Gamanaðessu, hehe.. Tounge

Knús á ykkur Heart (100% ókynferðislegt) ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú held ég að íslenskufræðingarnir séu á villigötum. "Grátt silfur" er augljóslega járn í þessu sambandi og vísar til vopna en ekki aura.

Lilja (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úps, er það Lilja, - ekki veit ég um það. Heimildin mín er: http://visindavefur.is/svar.php?id=6705

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.5.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svona til að gefa nýjustu tölur úr gráubílakönnunni (það inniheldur þá líka silfraða bíla - nema einhver hafi sett þá í ,,annað.") þá hafa 41 svarað  og af þeim eiga flestir gráa/silfraða bíla eða 34,1% í næsta sæti eru rauðir bílar með 19,5%  engin/n hefur skráð sig fyrir gulum bíl ennþá.  Ég hef nú átt einn gulan bíl um ævina, það var bíll nr. 2 en það var Simca. Sá fyrsti var hvítur og var Lada hvorki meira né minna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.5.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þakka þér fyrir fyrirlesturinn um silfrið.  Vissi þetta reyndar, en það er ekki að marka því ég er svo gáfuð.

Knús og kossar með örlitlu kynferðisívafi

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 16:14

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það sem kennarar pæla ekki í!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.5.2008 kl. 17:06

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Elska svona etímólógískar útskýringar.  Gaman að þessu. Keep up the good work!

kram 

Baldur Gautur Baldursson, 6.5.2008 kl. 17:44

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vertu velkomin sem bloggvina mín, Jóhanna Magnúsar og Völudóttir.
Þetta með silfrið er alveg rétt enda skrökvar ekki vísindavefurinn.
Það er ætíð gaman að rifja upp því við erum svo fljót að setja málin í geymslu.
                          Knús til þín
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.5.2008 kl. 17:48

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Maður fer alveg hjá sér yfir öllum þessum knúsum og kossum en gaman að silfurspekinni og sögunni. Til gamans Miðhúsar silfrið sem fannst forðum er líklega komið frá Ameríku en ekki Evrópu.

Valdimar Samúelsson, 6.5.2008 kl. 18:08

9 Smámynd: Laufey B Waage


Ég var einmitt að velta því fyrir mér, af hverju þú hefðir ekki silfurgráan með. Lang-algengasta bílalitinn á Íslandi í dag. Þóttist vita að þú kallaðir þann lit gráan.

Sé að þú hefur líka gaman af merkingu orða og orðatiltækja. 

Laufey B Waage, 6.5.2008 kl. 18:23

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að þessu

Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 20:22

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir fræðslu

Huld S. Ringsted, 6.5.2008 kl. 21:36

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe flottust

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:19

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 7.5.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband