Miðvikudagur, 7. maí 2008
KEF - CPH
Heyrði í dætrum mínum í kvöld, Eva var heima á Eggertsgötunni en Vala var að versla í Wal-Mart. Svolítil tilviljun að upphafsstafirnir passa! Hvorug þeirra mundi eftir því (eflaust af því að ég hef ekki bloggað um það) að nú var komið að stóra Kaupmannahafnarfermingaræfintýri fjölskyldunnar á morgun. Þ.e.a.s. systkina minna, maka, nokkurra afleggjara og síðast en ekki síst mömmu sem ekki hefur ferðast í 1000 ár eða u.þ.b. Má kannski taka tvö núll af.
Litli bróðir minn er að fara að ferma litla bróður eldri sonar síns. Sérstök tilviljun líka að það eru þarna er um að ræða tvo litlu bræður. Ekki að þessir litlu bræður séu mjög litlir, minn er vel yfir 190 cm - held 194 eða 5 alveg og að vísu er stóri bróðir minn líka svona stór!
Við erum búin að leigja hús sem við munum gista í grilla og chilla og síðan straujum við strikið í sól og 21 stiga svækju og setjumst í sandinn á ströndinni eða svömlum í sjónum - (og hvað er mörg s í því ?).. Er bláedrú en í blússandi góðu skapi, hlakka svo mikið til að vera með þessum hópi, þó auðvitað sé fúlt að börnin mín komast ekki með né barnabarn.
Treysti því að bloggarar hagi sér vel á meðan ég er í burtu og ég mun skila góðri kveðju til Den Lille Havfrue frá ykkur öllum..
knúsímús..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hils alle som kender mig i København. Særlig dem i undervisningsministeriet.. www.uvm.dk gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:31
.. ég segi bara góða ferð og góða skemmtun. Heimta auðvitað myndir og sögur úr ferðalaginu. Vonandi gengur ykkur líka vel að strauja strikið - eins gott að gera það vel svo þið verðið landi voru til sóma. Knús á þig skottið mitt og far vel í sól og sumar ... og hvað - til hamingju með litlu kallana í kringum þig alla saman!
Tiger, 8.5.2008 kl. 03:25
Góða ferð og góða skemmtun og hamingjuóskir til litla bróður eldri sonar litla bróður þínsVona að ég hafi ekki klikkað á ættfræðinni þarna
Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 05:13
Takk fyrir góðar kveðjur, þegar við vorum að klára hafragrautinn segir Tryggvi yngri allt í einu ,,verður það tröppur eða rennibraut" ? .. Það tók mig nokkrar sek. að átta mig á hvað hann var að meina og sagði ,,tröppur, rennibrautin er bara notuð ef það verður flugslys og við viljum ekki þurfa að nota hana." .. Þá svaraði sá stutti á móti ,,þá má maður ekki taka töskuna sína með." ..einn búinn að tileinka sér öryggisreglur flugvéla!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.5.2008 kl. 08:17
Njóttu lífsins í kóngsin Kaupmannahöfn, - uppáhaldsborginni minni. Og komdu heil heim, hafandi bara notað tröppur - öngva rennibraut.
Laufey B Waage, 8.5.2008 kl. 08:46
Góða ferð og góða skemmtun
Sunna Dóra Möller, 8.5.2008 kl. 09:13
Hafðu það gott í Kaupmannahöfn, hlakka til að fá þig aftur og heyra ferðasögu
Huld S. Ringsted, 8.5.2008 kl. 10:40
Góða skemmtun og njóttu hlakka til að heyra ferðasöguna
Brynja skordal, 8.5.2008 kl. 16:37
Góða ferð og skemmtun Jóhanna mín þetta verður svaka fjör hjá ykkur.
þú skilar kveðju til Köpen stað staðana.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2008 kl. 20:56
Góða ferð og góða skemmtun. Ég verð að viðurkenna að þessi færsla var full flókin fyrir mig.. en hvað um það:-)
Sigríður Gunnarsdóttir, 9.5.2008 kl. 11:08
Gott hjá ykkur, þetta verður aldeilis skemmtilegt og notalegt með meirihluta fjölskyldunnar svona samankomna. Knús á þig og góða skemmtun og góða ferð Jóhanna mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.