Einn dagur af níu búinn!

Jæja, búin með einn dag af kaffileysi og baunaáti. Banani í morgunmat. Keypti mat á "Á næstu grösum".. í hádeginu í gær og í dag. Fékk gefins heilsubrauð og hummus með sem ég notaði í kaffitímanum.  Eldaði grænmetissúpu í gær:

brokkolí, blómkál, hvítlaukur, rauðlaukur, smá kjúklingabringa (afgangur), herbamere salt, Tamari sósa, chili, sætar kartöflur og gulrætur. Ég og yngri dóttir mín úðuðum þessu í okkur og vorum saddar allt kvöldið! ..

Drakk grænt te í stað kaffis og fullt af vatni. Jibbí - dugleg kona.

Kominn miður þriðjudagur og "still going strong" - verð horfin eftir 9 daga :)

spennó..  sleppi öllu jukki og óhollustu..  Læt vita um árangur (kílóavís)..

gaman að gera þetta svona í beinni .. ákveðinn þrýstingur! ..

Jæja - ætla að vinna meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband