Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Íslendingur ákærður fyrir ofbeldi...
Það er gott að umræðan um útlendingaflæðið er komin í gang. Ég held að folk sé að misskilja Frjálslynda flokkinn gígantískt mikið. Margir að hneykslast og slá sjálfa sig til fordómalausra riddara.
Ég er soldið sammála því að það þurfi að stíga hægt til jarðar í þessum málum og íhuga hvernig við ætlum að taka á móti þessum mikla fjölda. Sættum við okkur við að þurfa að tala ensku á íslenskum veitingahúsum ?
Umræðan hefur ekki verið sérlega gáfuleg hingað til, ekki frekar en umræðan um það að kakkalakkar fylgi hverjum stól frá Varnarliðinu.
Þó að frjálslyndir séu á móti frjálsu flæði inn í landið þá er ég alveg viss um að þar er ekki um fordóma að ræða.
Íslenska þjóðin þarf að fara að hugsa sinn gang. Það er ekki eins og verið sé að ráðast inn á vettvang hálaunamanna eða hvað ?
Ég sá íbúð til leigu um daginn - þar stóð: hentar vel Pólverjum eða Litháum. Ég fór að hugsa hvort það væri út af "standard" á íbúðinni. Þeir útlendingar sem koma til Íslands verða að fá sama "treatment" og hver annar... þeir mega ekki verða eins og "tæki eða verkfæri" sem er sett inn í vinnuskúr að kvöldi. Þetta eru fyrst og fremst manneskjur eins og við.
Mér finnst líka hallærislegt að það sé tekið fram af hvaða þjóðerni menn eru sem berja eða nauðga. Hversu oft væri þá fyrirsögnin ekki búin að vera:
"Islendingur nauðgar ..... , Íslenskur maður brýst inn... o.s.frv... "
Útlendingarnir sem um er rætt eru flestir í verkamannavinnu, við þrif, ummönnun aldraðra og e-hvað á leikskólum. Hvar er fólkið sem vann þarna áður ? Að mennta sig eða komið í betur launuð störf ?
Það eru margir útlendingar sem aðlagast íslensku þjóðfélagi, læra tungumálið o.fl. Sjálf á ég danskan tengdason sem talar orðið flotta íslensku, er kominn í kvöldskóla og aðlagast mjög vel íslensku þjóðfélagi.
Það þarf aðeins að setjast niður og hugsa fram í tímann í þessu manntafli - hvað verður ?
Athugasemdir
Mér finnst full ástæða til að passa fjöldann sem hingað kemur - ekki sæist vegna þeirra útlendinga sem hér eru búnir að koma sér fyrir. Þetta eyðileggur líka fyrir þeim. Með því að moka svona inn fólki erum við að metta vinnumarkaðinn langt umfram þol og búa til verra víti fyrir þá en þeir eru að flýja frá. Þá koma glæpirnir í kjölfarið. Íbúðir fyrir Pólverja - þar er húsnæði sem búið er að hólfa niður í ákveðinn fermetrafjölda á mann, svona rúmstærð, ekki meira og leigist eins og um fullbúna einstaklingsíbúð sé að ræða.
Birna M, 8.11.2006 kl. 13:31
Var að heyra í útlendingum sem vilja ekki frjálst flæði útlendinga. Eru þeir þá með fordóma gagnvart sjálfum sér ? hehe..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2006 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.