Þriðjudagur, 13. maí 2008
Komin heim í ,,heiðardalinn"
Nú erum við komin heim frá Kaupmannahöfninni eftir allt of stutta en yndislega dvöl í Kaupmannahöfn. Veðrið brosti við okkur allan tímann og yndislegt að fá að njóta þess með fjölskyldunni. Fermingin og veislan á eftir tókst vel. Vissulega var athöfnin svolítið löng og þung en um leið virðuleg og fermingardrengurinn sáttur sem er aðalmálið! ..
Fermt var í Skt. Paulskirkju og gaman að sjá aðrar kirkjur en þessar gömlu góðu íslensku. Annars eru einmitt gamlar kirkjur í uppáhaldi hjá mér, frekar en þessir ,,sundlaugarbotnar" sem hafa verið hannaðir sumsstaðar.
Við vorum nítján manns, konur, karlar og börn sem tókum leigubíla frá Amager inn í einn elsta hluta Kaupmannahafnar að Skt. Paulskirkjunni sem ég nefndi áður. Tryggvi yngri var einn af þeim sem naut messunnar í botn, en hann sofnaði ca. 5 mínútum eftir að hún byrjaði og svaf allan tímann. Hann var að vísu ekki sá eini sem fékk sér dúr án þess að ég nefni nöfn. Set hér nokkrar myndir í gamni.
Dyrnar á Skt. Paulskirke
Gestirnir prúðbúnir í sólinni, Tryggvarnir og Jógan
Fjölskylda mín þarna á bekkjunum ..
Már og Ísold á kirkjustéttinni
Fermingardrengurinn Ingvi kominn heim í garðveisluna.
Binni bróðir, faðir fermingarbarnsins grillar gómsætar kjúklingabringur að hætti Sigga Hall, þær voru framreiddar m/grilluðu zukkini, salati, nachos, engifersósu, brauði o.fl. Áður hafði hann grillað hamborgara fyrir yngstu kynslóðina. Eftirréttir voru frönsk súkkulaðikaka, kransakaka og niðurskornir ávextir, ananas og jarðarber "slurp"..
Rósa að rabba við ömmu Völu og Ísold slakar á á meðan.
Setið að snæðingi útí garði ..
Athugasemdir
Velkomin heim, þetta hefur greinilega tekist frábærlega
Jónína Dúadóttir, 14.5.2008 kl. 06:02
Velkomin heim eftir velheppnaða ferð til borgar borgana,
Skemmtilegar myndir, það er allt svo frjálst og gott þarna úti,
ekki þetta stress eins og hér heima.
Knús kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 10:14
Velkomin heim. Takk fyrir að taka blíðuna með þér hingað á klakann.
Laufey B Waage, 14.5.2008 kl. 11:41
Velkomin heim á kalda klakann,
þar sem aldrei skín sól,
aðeins glampi frá skýjunum!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.5.2008 kl. 16:23
Velkomin heim Jóhanna mín, hér hefur verið dýrðarveður. Vonandi verður það áfram, mikið er gaman að þessum myndum, og þetta hefur verið aldeilis flott veisla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.