Að byggja á kristilegu siðgæði ...

Í mínum huga, með mína reynslu, aldur (og fyrri störf) auk fimm ára náms í guðfræði, er hugmynd mín um kristilegt siðgæði eftirfarandi:  

1) Að geta sett sig í spor náungans

2) Að þykja vænt um náunga sinn sem sig sjálfa/n

3) Að deila eignum sínum með náunganum 

4) Að sýna kærleika í verki og hlusta

Varðandi fyrsta atriðið, að setja sig í spor náungans, þá er það nú bara svo að fáir berjast fyrir aðra en sig og sína nánustu. Það er ekki fyrr en þú lendir í einhverju sjálfur að þú getur skilið stöðu náunga þíns. Því er það skásta sem þú gerir í stöðunni að hlusta á hann og rembast eins og rjúpan við staurinn að skilja stöðu hans. Skilja stöðu útlendingsins/Íslendingsins konunnar/karlsins, samkynhneigðra/gagkynhneigðra, fatlaðra/ófatlaðra, trúaðra/trúlausra.. o.s.frv. 

Það er auðvitað ekki á nokkurn einstakling leggjandi að lenda í ÖLLU eða skilja ALLA svo að hann skilji stöðu náunga síns. Sumir lenda í meiru en aðrir. Áföllin okkar eru reynslubanki og við getum miðlað af því sem við höfum lent í og reynt að upplýsa en aðrir geta aldrei upplifað það sem við upplifum nema lenda í því sjálfir. Ég á minn reynslubanka og þaðan hef ég geta miðlað og á t.d. auðvelt með að skilja heim þeirra sem eru einmana. því í þeirri stöðu hef ég verið þó ég sé það ekki í dag. Þar sem mér finnst sjálfri auðvelt að setja mig í spor náungans er t.d. þegar ég er að skila íbúð sem ég hef selt, þá reyni ég að þrífa hana eins og ég vildi sjálf taka á móti henni! Wink

Atriði tvö, að þykja jafn vænt um náunga sinn og sjálfan sig er stór bón. Ég elska börnin mín alveg örugglega jafn mikið ef ekki meira en sjálfa mig og svo þá sem eru mér næstir en spurning um restina af mannfólkinu ? Ég elska að vísu lítil börn mjög mikið (jafnvel ókunnug) því þau eru svo ósjálfbjarga og því kemur upp einhver óskiljanleg væntumþykja.

Þriðja atriðið að ef þú átt tvær flíkur ættir þú að gefa aðra, það eru líka fæstir sem hugsa þannig. Ég á meira en margir en líka minna en margir af veraldlegum gæðum. Hver er sjálfum sér næstur hvað það varðar. Ef ég væri multimilli þá myndi ég auðvitað gefa og gefa eins og þeir gera margir, ... á meðan það heggur ekki of nálægt þeim sjálfum... Fátæka konan sem gefur helming eigna sinna sem er fimmhundruðkrónavirði gefur og fórnar meira en sú sem gefur helming eigna sinna sem er fimmmilljarðavirði ...

Fjórða atriðið er svo mikilvægt í kristnu siðgæði, því hversu oft sem þú biður bænir, signir þig eða ferð í kirkju, ef þú gerir aldrei neitt gott eða lætur gott af þér leiða þá getur þú varla talist sannkristin manneskja .. Við þurfum að hlusta (tvö eyru/einn munnur = hlusta meira en tala) og við þurfum að gefa tíma.

Jæja, ég er augljóslega ekki með bloggstíflu.. en það er kominn tími á hvíld...

Heart sendi þetta litla hjarta á þig sem hefur gefið þér tíma til að lesa .. byggjum betri heim hvort sem við viljum byggja hann á kristilegu siðgæði eða einhverju öðru góðu siðgæði Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ótrúlega er ég sammála þér með þetta!
Bara ef maður gæti verið sá sem er ótrúlega gjafmildur, og hjálpar öðrum, en ég held ég kunni vel að hlusta og loka munninum þegar þess þarf sterklega, það segja vinir mínir allavega, gott að tala við mig.

Ég er að segja þér það samt Jóhanna, ef þú heldur áfram í guðfræðinni og gerist prestur er ég búin að panta tíma til giftingu hjá þér í framtíðinni!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.5.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Árni þór

Þetta eru góð gildi, en aðalatriðið er samfélagið við Drottinn Jesús Krist, ef það er í lagi þá verður maður betri í hinu

Árni þór, 15.5.2008 kl. 18:53

3 Smámynd: Laufey B Waage

Takk fyrir þennan pistil. Ég er nú svo skammt á veg komin á Kristilegu þroskabrautinni, að ég á enn dáldið erfitt með þriðja lið. Ég spyr mig oft; af hverju vantar náunga minn "kirtil"? Er það kannski af því að viðkomandi nennti ekki að vinna fyrir honum, og/eða er búinn að eyða öllu sínu fé í ferðalög, vín og alls kyns bruðl, sem ég gat ekki leyft mér á meðan ég var að vinna hörðum höndum fyrir mínum tveimur kirtlum? Ég hef t.d. stundum tekið eftir þessu með sumt fólk sem á ekki bíl (og nú er ég alls ekki að alhæfa um ákveðinn hóp fólks). Sumt af því fólki bruðlar með allt mögulegt, en ætlast svo til þess að aðrir, sem hafa unnið hörðum höndum fyrir ódýrum bíl, séu í tíma og ótíma að sækja það og skutla því (án þess að borga fyrir).

Laufey B Waage, 15.5.2008 kl. 19:00

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er frábær lífspeki sem ég hef reynt að tileinka mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Tiger

  Isspizz .. ég er búin að gefa mikið af mér útum allt - en ég bíð ennþá eftir því að það komi til baka! Hey, ég er bara sona sko - ekkert fæst ókeypis í dag.

En, jamm - ég er algerlega sammála þessari færslu og finnst það nauðsynlegt að fólk taka svona til skoðunar. Þar sem maður getur á maður að láta gott eftir liggja, hvort sem það er í formi jarðnesks auðs eða andlegs eðlis. Ljúf orð geta t.d. miklu fargi lyft af þeim sem eiga um sárt að binda.

Og, jamm - ég á miklu meira en tvær flíkur af hinu og þessu - sendi helling af bolum og buxum af mér til Afríku um daginn með vinum mínum til að gefa. Maður á að láta sig málin varða og vera með í því að létta róðurinn hjá þeim sem eru ekki eins lánsöm og við sjálf.

Brilljant hugleiðingar og nauðsynlegar. Knús á þig skottið mitt..

Tiger, 15.5.2008 kl. 19:10

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk fyrir þetta, þetta er góð speki og gott ef maður gæti tileinkað sér öll fjögur atriðin. kveðja til þín.

Sigrún Óskars, 15.5.2008 kl. 20:27

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín, kannski verður þú mér hvatning til að ganga alla leið og taka vígslu sem prestur, en kannski verð ég bara að stofna minn eigin söfnuð fyrst því það er svo margt sem ég er ekki alveg nógu sátt við í hinni hefðbundnu þjóðkirkju okkar og allt sem ég geri verður að vera gert af einlægni. Kannski vígist ég bara til bloggvinasóknarinnar!  ..

Trú, von og kærleikur - ég tel einmitt að það sem við lofum í fermingunni að leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins sé það sama og að virða þessi kristilegu gildi = samfélag við Krist.

Laufey - skil þín sjónarmið. 

Jenný Anna - við reynum, það er allt sem við getum!

Tigercopper - þú ert til fyrirmyndar og kannski ferðu að flækjast inn í draumaveröldina með þessu áframhaldi!

Sigrún Óskars - kveðja til þín líka.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.5.2008 kl. 21:22

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var að lesa drauminn þinn, skrýtinn! en fyndið samt þar sem ég er eldri en ég virka á bloggmyndinni minni (samt er hún bara rúmlega 3 ára) en ég er að verða 46 og svo er ég nánast orðin hvíthærð undir öllum litnum en ekki get ég ráðið í hann, gaman samt að hitta þig í draumi, vonandi hittumst við einhvern tímann life

Huld S. Ringsted, 15.5.2008 kl. 22:44

9 identicon

Fínar hugmyndir hvað svosum maður trúir á.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær pistill og heilbrigt og fallegt lífsviðhorf, eins og við mátti búast frá þér  Burtséð frá allri trú og trúarbrögðum, þá er það þetta sem við allflest vonandi, erum að burðast við að reyna að lifa eftir.... Gengur misjafnlega vel að sjálfsögðu, en þar sem er líf þar er von

Jónína Dúadóttir, 16.5.2008 kl. 05:36

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Huld við erum s.s. svona næstum jafnöldrur, ég verð 47 á árinu! Já, furðudraumur!

Takk Jóhannes.

Góð setning Jónína - ,,þar sem er líf er von" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.5.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband