Fimmtudagur - dagur freistinganna..

Upp er að renna fjórði dagur í Detox! .. og allt skv. áætlun. Hef ekki sett eitt sykur-né hveitikorn inn fyrir mínar varir, eða aðra óhollustu. Koffínleysið er farið að segja til sín, er með stanslausan höfuðverk í hnakkanum og niðrí axlir. Eeen... finn að ég er að minnka :)

Í dag þarf að sneiða fram hjá mörgum "hindrunum" Afmælisveisla með kökum í skólanum, snittuboð í kvöld þar sem hún Emma er að opna kjólabúðina sína og svo saumaklúbbur með rjóma og öllu. Þessi dagur er "dagur freistinganna" ..

Eldaði heilsukjúklingarétt í gær, reif niður sætar kartöflur, púrrlauk, steikti sveppi í ólífuolíu, setti blómkál og brokkolí  stráði, furuhnetum, graskersfræjum og einhverri þriðju sortinni yfir, smá krydd auðvitað og allt í fat og inní ofn. Ekki mjög djúsí (svona rjómasósudjúsí) en ókey. Tobbi, Vala, Henrik og Máni voru í mat og fúlsuðu ekkert við þessu. Bjó til grískt salat með lauk og tómötum - ekki fitututla í því. En s.s. 3 dagar búnir af 10 og still going strong.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband