Blómin koma upp úr moldinni ..

 

 sól_og_blóm

Mér finnst svo spennandi að sjá gróðurinn koma upp úr moldinni. Vorlaukarnir eru komnir upp fyrir löngu og nú eru fjölæru plönturnar  (sem við hirtum úr garðinum í Réttó hehe) að koma upp hér í garðinum. Mér finnst alltaf spennandi að fylgjast með þessu. Einnig erum við með í potti plöntur úr litla beðinu í Sumó. Það eru falleg fjólublá blóm sem ég kann ekki nafnið á. Við eigum eftir að fara í leiðangur að verða okkur út um sumarblómin, en það verður yndi þegar allt er komið í fullan blóma í sumar -  elska sumarið og hlakka til blóma og sólar. Þarf að vísu aðeins að fara að sparka í rassinn á garðyrkjukonunni í mér.

Eigið góðan dag og hjartans þakkir fyrir fallegar kveðjur. InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan og blessaðan daginn frú Blómhildur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 07:51

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu sömuleiðis góðan dag og gangi þér vel að sparka í rassinn á garðyrkjukonunni

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 08:16

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hmmm... heita þessu fjólubláu ekki dóphorn eða eitthvað svoleiðis?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.5.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... ég var einmitt að blómast í gær, skipta um mold á blómum innandyra sko! Ég er þó ekki beint með mikið af skrúði fyrir utan og er eiginlega hálffeginn því ég hef engan tíma til að standa í garðvinnu. En óendanlega gaman að fylgjast með lífi færast í gróður og blómin koma upp loksins ... knús á þig mín kæra Ásdís og eigðu ljúfan dag!

Tiger, 20.5.2008 kl. 18:07

5 Smámynd: Tiger

   ..... Mín kæra Jóhanna átti það að vera en ekki Ásdís.. hahaha! I´m dead...

Tiger, 20.5.2008 kl. 18:09

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu.... var það ekki hasshorn?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér finnst voða gaman að sjá þegar gróðurinn fer að taka við sér en í garðinum hjá nágrannanum, það vantar allt í mig sem heitir grænir fingur

Huld S. Ringsted, 20.5.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Huld og Sigga,  ég er með ekkert sérlega græna fingur nema þegar mér dettur það í hug. Er svo mikið allt eða ekkert kona. Betri helmingurinn er miklu meira consistant í þessu.

Róslín - dóp eða hasshorn ??? .. tók mig smátíma að átta mig á hvað þú værir að meina. TÓBAKSHORN líklega, en það eru sumarblóm sem mér finnst mjög falleg og við vorum einmitt með slatta af þeim hangandi hér í fyrrasumar.

Jenný - takk fyrir kveðjuna til frú Blómhildar!

Jónína - já, ég verð að fara að sparka í rassinn á garðyrkjukonunni!

Tigercopper - hmmm... hver er þessi Ásdís sem þú varst að hugsa um, Freudískt slip of the finger!!.. hehe

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.5.2008 kl. 10:12

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ÞAR KOM NAFNIÐ JÓHANNA, TÓBAKSHORN!!
Mér fannst hin nöfnin ekki alveg við hæfi, en fannst það í þá átt svo ég ákvað að skjóta!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.5.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband