Kjólamátun og hungur !

Fórum að máta kjóla, ég og Eva í kvöld í Emmubúð, eða Emilíu eins og búðin heitir. Vorum eins og prinsessur, samt ekki á bauninni. Hún Small prinsessa og ég í XL prinsessa Crying en það er sosem gott að það er ekki "the other way around" .. mamman á að vera stærri en dóttirin - erþaekki ?

Annars eru núna liðnir 4 dagar af Síberíumeðferðinni, veit ekki hvort ég get ekki sofið af því ég er svo orkumikil núna af heilsufæði eða hvort ég er svona hungruð að ég get ekki sofið ????Woundering 

Saumaklúbburinn frestaðist - það var bara mjög gott. Borðaði lífrænt ræktaða banana í kvöldmat, ávaxtadjús úr mangó og appelsínum og 2 x rúllur  með grænmeti hjá henni Emmu. Þær voru örlítið svindl því í þeim er hveiti.

Jæja kominn tími til að reyna að meditera sig í svefn í vonda veðrinu. Kannski græði ég trampólín í garðinn í nótt! hehe..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband