Miðvikudagur, 21. maí 2008
Vanræksla barna .. fussumsvei, já fussumsvei... Soffíu frænku blogg..
Ég er lasin heima með ,,sumarhálsbólgu" búin að sofa zzz, búin að vinna smá, eða eiginlega slatta og á eftir að vinna meira .. er alltaf með samviskubit ef ég mæti ekki í vinnuna þó ég sé lasin.. og svo var að lesa í einhverju pappírsblaðanna í morgun áhugaverða grein um vanrækslu barna. Hún gæti verið lífshættuleg. Þ.e.a.s. í þeim tilfellum þar sem t.d. barn er látið leika sér eitt úti eða vera eitt heima of ungt.
Þegar ég bjó Garðabæ þá þekktust dæmi að börn máttu til dæmis ekki vera inni hjá sér af því það var OF FÍNT HEIMA HJÁ ÞEIM!!..
Ein móðir sagði mér frá því að hún hefði verið að keyra skólafélaga sonar síns heim vegna þess að veðrið var svo vont. Þegar hún kom að húsinu hans sá hún að það hékk poki á útidyrahurðinni. Í pokanum var nesti fyrir barnið því ekki mátti það fara inni. Konan gat ekki hugsað sér að skilja srákinn eftir úti í vonda veðrinu og tók hann heim til sín. Ekki fylgdi þó sögunni hvað hún hefði sagt við foreldrana eða hvort hún sagði nokkuð.
Fleiri svipuð dæmi þekki ég sjálf úr þessu bæjarfélagi þar sem "velmegunin" drúpir af hverju strái.
Svo eru það börnin sem eru illa hirt og skítug. Það eru mörg slík bæði í Garðabæ sem í öðrum bæjum og borgum og þar er heldur ekki verið að spyrja um stétt eða stöðu foreldra. Þegar dætur mínar voru í Stjörnunni greiddi ég oft stelpunum fyrir mót, því ekki kunnu allar mömmur/pabbar að gera fastar fléttur eða hnúta, eða voru hreinlega ekki á staðnum til að reyna það. Þá kenndi ég í brjósti um þessar sætu dömur sem sumar voru með fitugt og/eða grútskítugt hár, því það hafði augljóslega ekki verið þvegið í langan tíma.
Eitthvað af foreldrunum, ekki endilega þessir sem ekki hirtu börnin - en hvað veit ég ?? .. kvartaði svo undan því að fá ekki meiri gæslu í skólana t.d. í jóla- og páskafríi, ekki vegna vinnu, heldur vegna þess að þeir þyrftu að versla t.d. jólagjafir í friði án barnanna eða komast í ræktina.
Þetta var fyrir tíu til fimmtán árum .. hvernig ætli þetta sé í dag ?
Athugasemdir
ohh.. vá hvað ég er sammála.... en það er ljós í myrkrinu....
Ný kynslóð foreldra sem ætla EKKI að gera eins og forverar :)
Vona að þér batni fljótt... Ev.
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:53
Þetta er skelfilegt að lesa og því miður er alltof mikið til af þessu. Stundum skil ég ekki til hvers sumt fólk er að eignast börn
Láttu þér batna
Huld S. Ringsted, 21.5.2008 kl. 12:10
Don´t get me started.
Er fyrrverandi varamaður í Barnaverndarnefnd. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 13:42
Love peace hate war ...
Sko, sorry að ég missti Ásdísarnafnið út úr mér í síðustu færslu sweety.. átti bara þig og hana eftir á bloggrúntinum og ruglaðist eitthvað ponsu í ríminu. OMG .. eins gott að það var ekki í rúminu .. hahahaha. Nei, segi bara sonna sko!
Ég er alveg undrandi á því hvernig sumir foreldrar koma fram við börnin sín. Verð alveg óður þegar ég sé t.d. lítil hálfgerð kornabörn - ráfa alein um stórverslanir - eða þegar foreldrar eru að berja börn sín í verslunum. Ótrúlegt bara.
Endalaust skrítið að fólk skuli geta vanrækt börn hvað hreinlæti og "lausagang" varðar. Hvað er að sumum foreldrum? Er þeim alveg sama þó barnið þeirra líði í óhamingju og einelti vegna þess að þau nenna ekki að standa sig sem foreldrar? Grrrr...... endalaust hægt að pirra sig á illri meðferð á börnum.
En, knús á þig Ásd... ehh.. Jóhanna mín og vonandi stoppar sumarkvefið stutt hjá þér. Eigðu ljúfan dag mín kæra!
Tiger, 21.5.2008 kl. 14:07
Úff, við erum bara samtímis með sumarhálsbólguna! Reyndar er mín örugglega mikið minni, en röddin ótrúlega rám og falleg...
Annars skal ég segja þér mín kæra Jóhanna, að 6-10 ára krakkar eru miklu meira sjálfbjarga en ég var þegar ég var á þeim aldri, sem ég var nú bara fyrir 9-5 árum.
Ég taldi mig svo stóra á þessum aldri, en í dag geri ég mér vel grein fyrir því hvað það er mikilvægt að lifa í núinu.
Ég var svona næstum lyklabarn, mamma alltaf að vinna til 7, pabbi á sjó og systkini mín 5 og 10 árum eldri en ég ekki alltaf heima.
Í eitt skiptið var ég með vinkonu minni úti í snjónum og fékk járnskóflu í höfuðið, og enginn heima og ég náði ekki í neinn, svo við þurftum að hringja í mömmu vinkonu minnar sem kom og ætlaði að keyra mig upp á hjúkrunarheimili, svo mættum við bara mömmu.
Annars man ég voða lítið eftir æskunni minni, en ég man að mamma fylgdi alltaf með á öll fótboltamót og greiddi hárið á mér og mörgum öðrum. Enda spurðu stelpurnar líka í fyrrasumar bara hvort að mamma kæmi ekki með
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.5.2008 kl. 15:26
Já sumir eiga ekki skilið að eiga börn, það er eitt sem víst er.
Laufey B Waage, 21.5.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.