Flóttafólk ..

Alllar velviljandi manneskjur á þessum hnetti hljóta að villja náunganum vel.

Lögvitringur spurði Jesú Krist: Hver er náungi minn?

Í framhaldi af því sagði Jesús honum söguna af miskunnsama Samverjanum sem ég held að við þekkjum öll og er sú saga að mínu mati kjarninn í kristnum siðferðisboðskap. Prestur og Levíti höfðu gengið fram hjá særðum manni án þess að koma honum til hjálpar, en það var Samverjinn sem hlúði að honum og kom honum í húsaskjól.

Það er því samkvæmt kristilegu siðgæði sem okkur er skylt (og ætti að vera ljúft) að annast náunga okkar hver sem hann er. Auk þess talaði Jesús um það að hvað sem við gerðum fyrir hans minnsta bróður gerðum við honum.

Þetta er svo falleg hugmynd og miðað við kristilegt siðgæði ættum við Íslendingar að opna landið okkar og bjóða ekki bara 30 flóttamenn, ekki 300 flóttamenn heldur alla flóttamenn velkomna til okkar, hvort sem er á Akranes eða önnur nes, firði eða víkur landsins.

En gengur þessi fallega hugmyndafræði upp? Eru einhverjir fræðingar búnir að reikna út hversu mörgum við gætum mögulega tekið við? Hvað ef mun fleiri fara að banka á dyrnar?

Það sem sjórnvöld þurfa að setja fram er stefna og markmið varðandi innflytjendur annars vegar og flóttafólk hins vegar. Er til stefna sem segir hversu mörgum við höfum bolmagn til að taka á móti eða eru engin mörk?  Hvenær er ,,skemmtistaðurinn" Ísland orðinn fullur? Er eðlilegt að hafa dyraverði með teljara við dyrnar?

Þurfum við ekki að fara að horfast í augu við það að einhvern daginn verðum við ekki ,,hreinræktuð" ...sjálf erum við jú komin af flóttafólki.

Mér finnst við þurfa að ræða þetta án fordóma og án persónulegs skítkasts. Hér á blogginu er gott að geta hugsað upphátt og fengið ,,feedback" eða endurgjöf eins og það heitir á móðurmálinu án þess að einhver missi sig í nafnaköllum. 

Ég er að sjálfsögðu fylgjandi því að taka á móti flóttafólki, en skil áhyggjur þeirra sem setja fyrirvara og vilja vanda móttökur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá þetta hefði ég viljað skrifa, get ekki orðið meira sammála einni manneskju !

Jónína Dúadóttir, 21.5.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Tiger

  Ójá, friður á jörðu og lukka öllum til handa. Þetta er auðvitað göfugt og fallegt, að vilja hjálpa náunga sínum - og auðvitað ættum við öll að gera það glöð í bragði. Ég er sannarlega líka á því að við eigum að taka glöð á móti þeim sem minna mega sín, ekki spurning.

En, ég get samt vel skilið óánægjuraddir þeirra sem geta varla náð endum saman yfir mánuðinn og þeirra sem aldrei geta gert neitt fyrir börn sín eða þeirra sem hvergi eiga heima - þegar svona lagað poppar upp á borðið.

Hugsa sér ef stjórnvöld eru virkilega að greiða húsaleigu fyrir flóttafólk - í allt að tvö ár! Það er heilmikill stuðningur þegar maður hugsar um að flóttafólk á að geta gengið strax í vinnu og ætti því strax að byrja að fá útborgað eins og við hin og því sjálft að geta borgað sín daglegu útgjöld. Flóttafólk ætti á 4-5 mánuðum að geta komið sér svo vel fyrir að það geti sjálft bjargað sér, rétt eins og einstæðir foreldrar - öryrkjar og aldraðir - sem og bara allir aðrir.

Ég get vel skilið óánægjuraddir þeirra sem eru á móti svona móttöku - þar sem ríkið greiðir allt að 30 milljónir í húsaleigu fyrir 30 manns í tvö ár. Skil vel að margir vilja fá pening í að hlúa að þeim sem geta ekki keypt sér mjólk í lok mánaðar, hvað þá nýjar buxur á barnið í skólann eða blýanta og strokleður..

En það er sannarlega göfugt og fallegt að taka á vandamálum og hjálpa náunganum - um það er aldrei spurning.

Tiger, 21.5.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vitur kona. Ef við afnemum rasistaorðið og lofum fólki að tala. Fólk vill hjálpa eins og þú segir að jesús hafi mælti með og við hjálpum og hjálpum fólki um allan heim. Við erum samverjar. Við höfum aldrei alið hatur gagnvart öðrum þjóðum sem Íslendingar. Þetta var vita alþjóðlega og auðvita gengið á okkur að sína það í verki, nú erum við breytt vegna þess að stjórnvöld hafa ákveðið án samþykki okkar að fylla landið að flóttamönnum og innflytjendum. Við eigum ekki langt í að vera ekki Íslendingar meir. 30 Þ innflytjendur skilja eftir sig mörg börn án eða með hjónaböndum. Ég sjálfur er algjörlega á móti fjölmenningaþjóðfélagi en vil gera allt til að hjálpa bágstöddu fólki í sínu heimalandi.  Hitt er eyðilegging á þjóð.

Valdimar Samúelsson, 22.5.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband