Sænska plastdúkkan

 "Charlotte hin sænska lét einungis útvalda fréttamenn frá Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi fá einkaviðtöl í veitingasal hótelsins á áttundu hæð." segir í fréttinni... Ég skammast mín svolítið fyrir það en ég held ég sé bara alls ekki búin að fyrirgefa Charlotte sem þá var kennd við Nilsson og hefur síðan gifst Pernelli, fyrir að hirða 1. sætið 1999 þegar Selma ,,okkar" átti það svo sannarlega skilið!

Fannst hún algjört Bimbó þá í bleika gallanum sínum með nælonsokkafóðri sem náði upp í háls.  En nú virðist nælonsokkurinn vera hertur yfir hausinn á Charlotte Perelli svo stíf er hún í framan.  ...

Charlotte_NilssonCharlotte_Perelli

 

Charlotte 1999   og    2008 ... Ég á ekki von á að þessi elska lesi bloggið mitt né hennar skyldfólk, en auðvitað er ekki rétt að gera svona grín að útliti fólks ..... hún hefði bara átt að fá 2. sætið en ekki 1. þá hefði ég látið hana vera....  Tounge .. Annars höfðar þetta nælonsokks-eða þvottaklemmulúkk* örugglega til margra..

*Heyrði einhvern góðan mann segja að það væri búið að strekkja hana að aftan með þvottaklemmu!

Áfram Regína og Friðrik Ómar - spá þeim 7. sætinu! ... (enda bjartsýn að eðlisfari)   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleymdi: ÁFRAM ÍSLAND ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég tók einmitt eftir þessu, mér fannst hún óhugnanleg í framan

Áfram Ísland

Huld S. Ringsted, 24.5.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún heitir Perrelli núna Jóhanna mín.  Skamm að láta svona við hana Önnu Jennýju Charlottu (já hún heitir það).  Hún er ágæt.

Gæti mér verið meira sama?

Heja Island

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 13:43

4 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... þvottaklemmubros. Mér finnst hún reyndar vera mjög "tilbúin/not real" - æi svo fake eitthvað að sjá. Lagið fannst mér ágætt sko en lúkkið hennar eyðilagði það.

Auðvitað heldur maður bara með Júróbandinu - eða Bretlandi. Flottur Júróvisionhópurinn þinn, þið eruð þjóðleg og flott á því sko! Og, til hamingju með bróðurdóttur þína!!

Knús í góða helgi þér til handa - kveðja frá þessum 18 ára(á myndinni) - ekki þeim sem pissar í ísskápinn - heldur hinum.

Tiger, 24.5.2008 kl. 14:54

5 identicon

'Afram Island !!!

Bid ad heilsa i Eurovision partyin heima ...

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband