Börnin mín komin heim á Degi barnsins

Vaknaði 4:45 í morgun, því að vélin frá Orlando átti að lenda kl. 06:00 og móðureðlið eða eitthvað annað eðli eða óeðli vakti mig á undan vekjaraklukkunni sem átti annars að hringja klukkan 5:00 Tounge .. Ók upp á Keflavíkurflugvöll í fallegu veðri og stalst til að lesa aðeins í Séðu og Heyrðu sem ekki má lesa í þar sem blöðin eru til sölu hjá 10/11 sölunni. Verslaði þar Kristal (því það sést nebbnilega hverjir drekka Kristal!)

Þau komu fyrst farþega í gegn tvíburarnir mínir, sem er að vísu komin af barnsaldri - sæt og yndisleg. Nú á ég bara eftir að endurheimta hana Evu mína heim frá Ameríkunni.

Vala er komin heim til að afhenda kórónuna fínu og fer síðan að fljúga hjá Icelandair í sumar (klisja hvað?? LoL) og Tobbi fer aftur að vinna í Seðlabankanum með Dabba. Þau lentu á einhverri hryssingslegri fyrstu freyju hjá Icelandair sem m.a. neitaði þeim um teppi þegar fullt af teppum voru til (sáu þau þegar þau voru á leið út úr vélinni ..Sideways Sumt fólk á ekki að vinna þjónustustörf.

Í dag er ég að fara með fjörutíu Hraðbrautarnemendur í göngu á Keili, en það verður að vísu óvissuferð á Keili því ég hef ekki gengið þar áður! .. Hef þó frétt að það sé mjög grýtt og góðir skór séu nauðsynlegir. Vonandi gengur það allt vel.

Jæja - kannski ég geti lagt mig smástund svo ég verði vel upplögð í fjallgönguna!

Knús og til hamingju með DAG BARNSINS  Heart .. (við erum jú öll börn í anda)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur verið spennt að fá börnin þín heim ,og þessvegna hefur þú vaknað áður en klukkan þín hringdi ,oft er þetta þannig hjá manni eg maður er spenntur ,og mikið stendur til.Til hamingju með að vera búin að fá börnin þín heim ,móðurástin er alltaf á sínum stað . Þið fáið virkilega gott veður í dag til að klífa  Keili það verður vonandi gaman hjá ykkur.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Farðu varlega blessað barn og njóttu dagsins

Jónína Dúadóttir, 25.5.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Laufey B Waage

Börnin manns eru alltaf börnin manns, sama hvað þau eru gömul. Og móðureðlið samt við sitt. Kannast við það. Njóttu barnanna.

Laufey B Waage, 25.5.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Tiger

  Ég er viss um að gangan á Keili á eftir að verða STUTT - enda hvað gera HRAÐBRAUTANEMAR - annað en að ganga hratt. Vona að þú haldir í við þá og mundu að brosa út í sólina og hitann.

Alltaf gott  þegar börnin koma heim ef þau eru á flakki - en oft líka ljúft þegar  þau koma sér aftur úr hreiðrinu. Maður er alltaf foreldri, alveg sama hve börnin vaxa - og um að gera að halda í við barnið í sjálfum sér!! Knús á þig skottið mitt!

Tiger, 25.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband