Sunnudagur, 25. maí 2008
Þegar húmorinn er ekki fyndinn lengur ..
Það er heilmikill húmor í Guði - enda erum við sköpuð í Guðs mynd, hluti af Guði og húmorinn hlýtur að vera hluti af þessari mynd okkar. Húmor er til í alls konar mynd, mjúkri mynd og grimmri mynd og hann getur verið beittastur allra vopna.
Fólk tileinkar sér ýmis lífsgildi úr trúarbrögðum og t.d. kristið fólk mikla virðingu fyrir Jesú Kristi og boðskap hans. Það getur því sært viðkomandi sem kallar sig kristinn ef að háðið verður of beitt. Við þolum öll eða flest t.d. myndir eins og Life of Brian og margir Jesúbrandarar eru sagðir, en þegar farið er að draga mynd Krists í svaðið og tala um að skeina sig á Biblíunni, eins og ég hef lesið hér á blogginu, tja..mér finnst það eiginlega ekki húmor lengur og eiginlega bara óvirðing við lífsskoðanir fólks.
Þá er ekki lengur verið að hæða trúarbrögð heldur fólkið sem ástundar trúarbrögðin.
Megum hæða trúarbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er þessi hárfína lína sem sumum er fyrirhugað að þekkja og fara stöðugt yfir. Auðvitað má fíflast með trúarbrögð, annars væri ég á leið downstairs
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 12:16
það besta fyrir mannkynið væri að alveg eyða trú, nógu mikið af fólki er búið að missa lífið út af þessu, tala nú ekki um fólkið sem hefur bara alls ekkert lifað ég vorkenni því mest, múnkar og nunnur.
og ég styð við bakið á honum Lars
kristni guðinn er samkvæmt biblíunni hræsnari, mikilmennskubrjálæðingur morðingi og skræfa. :)
dói (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:55
Hóf er best í öllu, hvort sem það eru trúarbrögð eða gagnrýnin á þau Njóttu dagsins
Jónína Dúadóttir, 25.5.2008 kl. 14:58
Uss já, þegar óvandaðir kunna sig ekki sko! Það er í fínu að grínast með hluti og málefni eða trú - en eins og Jenný segir - þá er það þessi fína lína sem sumir geta aldrei virt og eru í sífellu að dansa yfir. Við erum skrítin mannfólkið, sum hver allavega. Oftast kunnum við okkur nú - en alltof oft vöðum við hugsunarlaust áfram og stígum á tilfinningar og trú annarra í leiðinni. Mættum mörg hver hugsa meira en tala minna... En sumir kunna það bara ekki eins og sést já einmitt oft á blogginu. En, knús á þig skottan mín ...
Tiger, 25.5.2008 kl. 15:16
Ég trúi á Guð og hans skapanir.
Mér finnst asnalegt ef það má ekki teikna MYND af einum kalli úr annarri trú og birta í blað, en það má gera endalaust grín af Kristnu fólki......
Talandi um blað, þá gæti verið að ég verði í mogganum á morgun, hahaha
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.5.2008 kl. 16:33
Það á við um allan húmor að þegar er gert grín að einhverju þá verður að passa að fara ekki yfir strikið en mér finnst að trúin ætti ekkert að vera undanskilin gríni svo lengi sem ekki er farið of gróft í það. En það eru bara ekki allir sem kunna að virða það.
Huld S. Ringsted, 25.5.2008 kl. 17:01
Takk fyrir athugasemdir, alltaf gott að fá sjónarmið annarra og til þess er leikurinn gerður í blogginu, ég átta mig ekki alveg á þeim sem vilja bara fleygja fram sínum fróðleik og ekki fá ,,feedback" á hann - eða endurgjöf eins og það heitir víst á íslensku. Maður lærir mest af athugasemdunum. Tekur hið góða og lærir af og tekur það slæma og setur bara í ruslatunnuna!
Það er rétt að það er þessi fína lína hjá fólki, hvað er viðeigandi og hvað er ekki viðeigandi.
Róslín - ég vona að þú komir í Mogganum á morgun! spennó
Jurgen - hver af nemendunum mínum skyldir þú nú vera, - takk fyrir hjartað. Mér þykir afspyrnu vænt um nemendur mína, eins og þeir vita nú flestir. - En eins og Tigercopper segir það kunna sig nú ekki allir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.5.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.