Líf án gemsa - er það hægt?

Ég týndi símanum mínum í London. Þessi gsm sími er nr. fimm af gemsunum mínum. Fjórði Nokia síminn. Fyrsta símann fékk ég í jólagjöf, en hann hringdi undir jólatrénu og var svaka flottur. Ég eyðilagði hann fljótlega með að setja hann í sama poka og vatnsflöskuna mína þegar ég var að fara í próf í guðfræðideild...Blush 

Sími nr. tvö var þá valinn fyrir svona ,,groddakonu" sterklegur símahlunkur sem ég átti þar til fólkinu í kringum mig fannst ég orðin allt of gamaldags. Þá eignaðist ég samlokusíma, þriðja símann, lítinn og nettann. Hann varð eiginlega sandblásinn í öllu rykinu þegar ég var að standsetja húsnæðið á Réttó.

Þá var keyptur alveg ágætur sími í janúar sl., fjórði síminn, en að vísu á hraðferð í gegnum Leifsstöð. Hann var svolítið karlmannlegur. Þessum síma týndi ég í London og veit EKKERT hvort það var á Piccadilly Circus eða Trafalgar Square!!..  Varð því að fjárfesta í nýja símanum mínum, nr. fimm - en ákvað að kaupa ekki allt of dýrt og flókið apparat, því það er óþarfi að borga fyrir einhverja ,,fítusa" sem konan notar aldrei. Nýi síminn er lítill og léttur, silfraður og gylltur - ég er bara soldið skotin í honum!

Stundum finnst mér síminn hefta frelsi mitt. Man eftir því í ,,gamla daga" þegar farið var í sumó eða tjald og ekkert símasamband í marga dag. Lifði það alveg af. Nú er síminn eins og hjartagangráður - varla hægt að lifa án hans. Skrítin þessi tilvera okkar og gerviþarfirnar sem við búum okkur til. Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég verð mjög óróleg ef ég veit ekki hvað síminn minn er.....gæti ekki lifað án hans.....gat það samt fyrir 10 árum síðan og pældi ekkert í þessu! Stundum breytast hlutirnir hratt enda er 3G framtíðin !

Sunna Dóra Möller, 3.6.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er eins og allir aðrir en við þurfum á gemsunum okkar að halda, til að hafa samband við okkur.
Ég var látin hafa síma fyrir fjórum árum er ég fékk hjartaáfallið, settur í veskið mitt og þar var hann, mundi aldrei eftir honum nema er hann hringdi,
þá var spurt mamma mín hvar ertu? OMG. Smá dæmisaga: ,, Fórum á Akureyri í gær, Dóra mín fór inn á Glerártorg ætluðum að hittast í bakaríinu við brúnna kl. 12.30, en er við komum þangað var allt troðið svo við fórum niður á Glerártorg og ég segi við minn mann, villtu fara inn og leita að Dóru og segja henni að við séum hér fyrir utan, hann inn svo líður og bíður þá man ég allt í einu eftir gemsanum og hringi". Hugsa þú þér vitleysuna, enda var hlegið að okkur er hún kom svo í bílinn.
En þetta er bara ég.
                                     Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.6.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvernig er karlmannlegur sími ég veit hvernig kvenlegur sími er en ég gaf konu minni bleikan 3G síma sem varð eftir allt of flókin fyrir hana svo ég endaði með bleikan Nokia. Ekki karlmannlegur litur, úff. Kannski get ég fengið hulstrinu skipt.

Valdimar Samúelsson, 3.6.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér fannst alltaf alveg skelfilega erfitt að fara í sumó og tjald í denn vegna símaleysis.  Var friðilaus stundum vegna fráhvarfseinkenna.  Nú líkar mér lífið.  Á svo flottann síma að ég er viss um að hann tekur til á lóðinni ef ég bæði hann um það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Birna M

Síminn er náttlega alveg lífnauðsynlegur, minn bleiki samlokusími, ekki 3G er eiginlega annað eyrað á mér. Samt gleymi ég honum stundum og þá hugsa ég um það í svona tvær mínútur og svo ekki meir. Ef ég fatta að ég hef gleymt honum sný ég ekki við til að ná í hann. ég get lifað án hans í klukkutíma til tvo

 Split Screen 

Birna M, 3.6.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband