Sunnudagur, 22. júní 2008
Þriggja tonna ,,heitur pottur" ..
Við vorum að koma heim úr sveitinni, fengum lánaðan yndislegan bústað í Grímsnesinu með heitum potti og tilbehör... Frábær og yndisleg fjölskylduhelgi með svona flestum afkomendum okkar...
Talandi um heita potta, þá hef ég alltaf verið svolítið mikið fyrir sull í vatni og auk þess frekar óþolinmóð að eðlisfari. Í mínu fyrra hjónabandi (hið síðara kemur eflaust síðar ) .. var maðurinn oft lengi fjarverandi vegna vinnu. Ég vandist því að ,,redda" hlutunum.
Við höfðum keypt okkur hús og hann hafði smíðað líka þennan fína pall. Eina sem vantaði á pallinn var auðvitað pottur. Ég fór í Leikbæ því ég ætlaði að redda okkur svona bráðabirgðapotti, sérstaklega fyrir börnin .. Ég endaði með að kaupa auðvitað það stærsta sem ég fann (sem var líka á tilboði) en það var plastsundlaug sem tók 3 tonn af vatni.
Ég plasseraði lauginni á pallinn og fyllti með mátulega volgu vatni, skellti tveimur - þremur vindsængum útí og síðan bjuggum við þarna ég og börnin!!!.. í nokkra daga.
Þegar maðurinn kom heim og ég kynnti ,,pottinn" stolt, hann var bara ekkert glaður og fékk hann eiginlega algjört áfall. Fór að skoða hvort að pallurinn hefði sigið o.s.frv. Ég hafði gjörsamlega ekki pælt í því hvort að pallurinn þyldi þennann þunga. Fíni potturinn var tæmdur og fluttur út á grasflötina. Enginn skaði skeður, pallurinn hafði haldið.
Aftur fyllti ég laugina og eini ókosturinn var að nú kom stundum gras ofan í. Við fluttum aftur ofan í .... nema þegar vikan leið fór okkur að finnast lyktin í pottinum súr og í raun bara í garðinum. Grasið undir varð súrt af hitanum og ég neyddist til að tæma á ný. Þegar laugin var tekin upp aftur angaði allt hverfið af ýldulykt... þetta hefur eflaust verið um miðjan júní, því ég var með fjölskylduna í kaffi á pallinum þann 17. og þá þurfti ég að brenna reykelsi á pallinum til að reyna að dempa fýluna í garðinum!
Well..it was fun while it lasted
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 22:28
ÚBBS!!!
Ká, Enn, Ú, Ess
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.6.2008 kl. 23:20
Fyndin frásögn ,þú hefur nú aldeilis kunnað að redda þér Jóhanna og oft þurft. Potturinnn hefði bara átt að vera á veröndinni...
Las kommentið frá þér um DS (DH) börnin hjá Andreu..kann ekki að gera svona ...HÉR og linka á síðuna hennar....Gruna að þú hafir verið að tala um mig, takk fyrir það. Ætlaði einmitt að fara að kommenta þegar ég sá síðustu færsluna þar ,s.s. þína, því mér blöskrar svo þekkingarleysið í dag. Að halda virkilega að börn með Downs heilkenni geti ekki verið hamingjusöm eða þroskast og orðið ástfangin og ég veit ekki hvað og hvað ..grrr. ég verð svo reið....Nei nei, það kom mér í gott skap að lesa þína frásögn hér.
Sorry er komin á allt annað plan hér....
Elva Elvarsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 00:47
Sæl Jóhanna.
Var þetta svona lykt--- til að halda fólki fjarri?
ja,herna,þernaI
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 02:03
Hahaha ... en súrt sko! Ég man eftir sundlaug sem ég keypti þegar ég var yngri - og hafði líka úti í garði, en ég tæmdi hana alltaf á kvöldin og tók hana inn - svo ekkert súrnaði hjá mér. En, veðrið var nú líka oftast þannig að maður var með hana úti svona einn og einn dag - bara þegar sól var..
Til hamingju með 19 júní síðastliðinn, var að lesa núna ... fljótur að líða tíminn.
Knús og kram á þig skottið mitt og hafðu ljúfa viku framundan.
Tiger, 23.6.2008 kl. 02:54
Heheheh góð núna. Kveðja inn í daginn
Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2008 kl. 07:27
Flott frásögn, og frábær redding, ekki spurning við reddum okkur ætíð.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 13:58
Góðan dag heillin og þakka þér fyrir skemmtilega frásögn
Jónína Dúadóttir, 24.6.2008 kl. 06:19
Góðan dag Jónína sumarfríspæja ..
Já, Sigga, vonandi lenda ekki aðrir í þessu..
Guðrún, já - það er Íslendingsbragur á þessu; "Þetta reddast" .. .
Kveðja á þig Ína..
Tigercopper, þú virðist hafa einni heilafrumu meira en ég að fatta að tæma á kvöldin! ..
Þórarinn, jamm, tjamm .. kannski fældi lyktin óvelkomna frá - getur vel verið! .. vildi þó ekki fæla burt nákomna og vini!
Jamm Elva - við vitum hvernig við eigum að redda okkur! .. Varð aðeins að skipta mér af þessari umræðu, þó ég sé langt frá því að vera sérfræðingur í þessu eins og þú!
Jenný
.. á ykkur öll - sem skrifuðuð athugasemdir, það er svo gaman að fá svona ,,feedback" .. og auðvitað líka á ykkur sem nenntuð að lesa þó þið skrifuðuð ekkert ! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.6.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.