Mánudagur, 30. júní 2008
Missti af fimm rauðvínsflöskum ....en er samt ánægð með úrslitin!
Eins og fram kom á bloggi mínu á fyrstu vikum EM í knattspyrnu var ég með í rauðvíns-veðpotti í vinnunni. Þ.e.a.s. ég var göbbuð til að veðja á Sviss sem þá var dottin úr keppni. Að vísu fékk ég að veðja tvisvar og veðjaði líka á Þýskaland, ekki það að ég hefði mikið vit á þessari keppni.
Jæja, þetta veðmál varð til þess að í fyrsta sinn á ævinni fylgdist ég með þessu móti! Svona er maður sjálfsentrískur. Sextan sjarmerandi rauðvínsflöskur eru/voru í þessum potti og vorum við þrjú sem höfðum veðjað á Þýskaland, en fjögur á Spán þannig að nú fá þau fjórar flöskur hvert.
Þrátt fyrir veðmálið þá fannst mér eiginlega skemmtilegra að Spánverjarnir ynnu, því að Þýskaland hefur víst svo of unnið sko eða þannig. Rauður er litur Spánverjanna - ég hefði líklegast unnið ef þetta hefði verið hvítvínspottur.
Dansað á götum úti á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan daginn heillin góð
Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 07:41
Veðjaði líka í fyrsta skipti. Systurson minn fimm ára sem er hér í heimsókn hélt með Spáni og til þess að vera honum sammála veðjaði ég líka á Spán. Við hefðum átt að leggja ís undir, þá væri sko veisla hjá honum í dag.
Kveðja inn í góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2008 kl. 08:47
Þjóðverjar, hm.. þó mér gæti ekki staðið meira á sama um fótbolta þá hefði ég tekið nærri mér ef þýska maskínan hefði tekið þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 08:54
Hahaha .. ok, ég hef nú engan áhuga á fótbolta - viðurkenni það fúslega. Hef miklu meiri áhuga á akstursíþróttum, sundi og jafnvel bæði dansi og glímu.
Segi bara eins og vinkona mín sagði í dag - gott að Spánn vann því rauði liturinn er miklu flottari en hinn addna ...??? Ok, ég sagði bara jamm og já við hana - enda fylgdist ég ekkert með boltanum.
Hef þó einstaka sinnum fylgst með ítalska boltanum og tippað á hann - en bræður mínir eru einmitt miklir áhugamenn um þann ítalska. Ég fylgdist bara með því það voru svo oft sýndar glæsilegar myndir frá ýmsum fallegum héruðum á Ítalíu í leiðinni ... eða þannig - er nefnilega mjög hrifinn af Ítalíu.
Knús á þig ljósið mitt og hafðu ljúfa nótt ...
Tiger, 30.6.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.