12. júlí: Útskrift og endurfundir ..

Stúdent 003

Á meðan menn hafa farið mikinn og rökrætt um trúmál hér á bloggsíðunni hef ég verið að undirbúa útskrift 56 nemenda minna í Hraðbraut. Lokapunkturinn var svo útskriftin í morgun og þýðir m.a. það að ég er komin i langþráð sumarfrí (enda byrjað að rigna)..

Fyrir tveimur árum sótti ungur maður um skólavist hjá mér, eftir því sem hann sagði mér meira frá sér kom það í ljós að ungi maðurinn var litla barnið sem ég passaði sem Au Pair í Luxemborg fyrir 29 árum!!!...  Það voru ljúfir endurfundir að hitta Mumma aftur og fá síðan að fylgjast með honum í náminu alla leið að stúdentsprófi.  

Á útskriftinni í morgun hitti ég svo Vildísi systur hans sem ég var að sjálfsögðu lika að passa og mömmu þeirra, hana Möttu. Ég fékk einn kennara til að smella af okkur mynd saman, en síðast þegar tekin var mynd af mér og Mumma var ég með hann sem ungabarn í fanginu og Vildís 3 ára! Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ji en krúttlegt. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mikið ertu flott kona!
En endurfundir eru alltaf æðislegir, eða yfirleitt. Til hamingju með alla stúdentana og sumarfríið!
Er þá ekki bara að keyra austur á mánudaginn, til fjarðarins míns fagra?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.7.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu mín kæra, á meðan ég man þá kíkti ég á Kung Fu Panda í kvöld, mikið um hasar en frekar fyndin á köflum.. Ekki samt fyrir mikið yngri kynslóð þó henni þykir þetta nú afar fyndið þegar dýrin slást...

Ekki grét ég yfir Konungi ljónanna....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.7.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta var gaman og til hamingju með sumarfríið

Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 07:55

5 Smámynd: Laufey B Waage

Velkomin í sumarfrí. Njóttu þess, hvernig sem viðrar.

Laufey B Waage, 13.7.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óska ykkur öllum góðs leyfis og skilaðu bestu kveðjum til Tryggva.

Sigurður Þórðarson, 13.7.2008 kl. 15:40

7 Smámynd: Tiger

  Ómæ, endurfundir geta oft verið svo skemmtilegir - og stundum hálf spaugilegir ef maður hefur ekki séð fólk sem var - ja - kornabörn eða lítil - síðast  þegar maður sá þau. Ég hef einmitt lent í svona uppákomum og það er bara gaman!

Segi svo eins og Undrawonderwoman þarna uppi; Til hamingju með stúdentana þína og til lukku með að vera komin í frí loks.

Knús og klemm á þig glæsilega meyja og eigðu ljúfan sunnudag.

Tiger, 13.7.2008 kl. 16:33

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með fríið ..... sólin kemur á morgun eða hinn !

Sunna Dóra Möller, 14.7.2008 kl. 15:56

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 14.7.2008 kl. 23:52

10 identicon

Sæl Jóhanna.

Njóttu sumarfrísins í botn,og hægðu svo á spaninu og erlinu fyrir næsta vetur.

já vonandi verður þetta gott sumar fyrir fjölskylduna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 02:34

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir kveðjur, nú er fyrsti virki dagurinn í sumarfríi og ég er að njóta Mánalings (dóttursonar) sem er að vísu með flensu, greyið. Hann er búinn að panta að amma segi söguna af litla græna froskinum með STÓRA munninn, en amma er sérfræðingur í því.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband