Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Á Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi 19 börn ?
Það er víst öruggara að hafa sumarhúsin naglföst, eins og t.d. 840 m2 sumarhúsið sem Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi er að byggja sér.
Ég var í ca. 60 m2 kolakynta "ættaróðalinu" við Hreðavatn um helgina, þaðan höfum við útsýni yfir að sumarhúsabyggingu Sigurðar. Frænka mín kom í heimsókn og spurði hvaða ferlíki væri eiginlega verið að byggja þarna. Ég sagði eins og var að þarna væri nú bara maður að byggja sér sumarhús. Þá spurði hún af einlægni ,,á maðurinn 19 börn" ??.. ... henni fannst náttúrulega bara rational að það hlyti að vera vegna barnafjölda að maðurinn byggði svona stórt.
Vona að sumarhúsið á hjólunum finnist hið fyrsta, óþolandi þegar öllu er stolið, steini léttara.
Sjaldgæfur stuldur: Sumarhús á hjólum horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Löngunin til að gleypa allan heiminn kemur eimitt fram í græðgislegum fermetrafjölda.
Aumingja maðurinn.
Og er eitthvað meira rómó en kolakynntur sumó?
Ég held ekki dúllan mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 11:51
Já mikið rétt sumir vilja gleypa allan heiminn. En missa af hamingjunni í staðinn.
Vona að fólkið finni sumarhúsið sitt sem fyrst. Andstyggilegur þjófnaður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 12:45
Nú, svo getum við vellt fyrir okkur hvaðan Sigurði þessum koma auranir, sem þarf að reiða af hendi til að byggja 840 fermetra hobbýhús úti í móum uppsveita Borgarfjarðar.
Jóhannes Ragnarsson, 15.7.2008 kl. 13:04
Menn eru greinilega misjafnlega plássfrekir ! Ég hugsa alltaf...því meira pláss...því meiri þrif og er tiltölulega sátt við að þurfa ekki að skúra 840 m2 !
Sunna Dóra Möller, 15.7.2008 kl. 13:45
Já, hann virðist vera í býsna góðri vinnu blessaður kallinn..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 15:48
Hehehe 19 börn!!!! Þetta er með ólíkindum, en hvað veit maður e.t.v. er hann að byggja þessa höll fyrir ,,starfsfólkið" og síðan fær skúran að fylgja með svona til að halda öllum herlegheitunum í horfinu.
En því miður er þetta víst ekkert einsdæmi á okkar góða landi, þær eru víst ansi margar hallirnar í byggingu núna.
Ía Jóhannsdóttir, 15.7.2008 kl. 16:16
Ég var einmitt að velta fyrir mér, hver væri að byggja 60 kúa fjós þarna uppi í hlíðinni. Mér fannst þetta einkennilegt þar sem ekki sáust nein tún í næsta nágrenni.
Ég þess fullviss að 60 fm kolakynnti bústaðurinn veiti mun meiri hvíld, frið og ró.
Valgeir Bjarnason, 16.7.2008 kl. 13:46
Það hlýtur að vera afar "kósý" í 840 fm. húsinu.
Þórdís Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.