Mánudagur, 21. júlí 2008
Konur 75% líklegri til að eiga frumkvæði að skilnaði, af hverju?
Ég hef verið að lesa þá yfirlýsingu á blogginu undanfarið að konur séu 75% líklegri til að eiga frumkvæði að skilnaði. Gaman væri að "analysera" hvers vegna, og í raun hvað það sé að eiga frumkvæði að skilnaði.
Ef að X heldur framhjá og Y og Y biður um skilnað í kjölfarið, hver á frumkvæðið?
Ef að X stundar það að beita Y ofbeldi og Y vill skilja, hver á frumkvæðið?
Ef að X nennir aldrei að "sofa hjá" Y og Y vill skilja hver á frumkvæðið?
... gæti púslað upp fleiri svona dæmum sem koma í kollinn .. en er nóg að segjast vilja skilja til að vera álitinn sá aðili sem á frumkvæðið?
Nota X og Y til að forðast að kyngera þetta... þetta getur virkað ,,both ways" ..
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að ég geti fullyrt að ástæðan er að maðurinn vill ekki breytingar
hann vill bara hafa gamla góða munstrið og allt hitt líka.
Kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 16:47
Held þú hafir hitt naglann á höfuðið þarna Milla. Þetta gildir örugglega í mörgum tilvikum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 16:52
Allavega flestum sem ég þekki til. Og það er í raun sorglegt að sumir menn skilja ekki orðið að hætta, verða að hafa það eins og þeir vilja ætla svo að bæta hlutina er til skilnaðar kemur, en sem betur fer þá eru flestar konur sem ekki láta bjóða sér þetta lengur.
Ég þekki líka dæmi um svona konur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 16:57
Karlmenn eru mun fljótari að ná sér í nýjan maka hafa rannsóknir sýnt.
Spurningin um frumkvæðið. Sá sem beitir konuna ofbeldi (dæmi) brýtur af sér og á því frumkvæði að mínu mati. Skilnaður afleiðing.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 16:59
Ekki veit ég neitt um þetta!...
En að allt öðru Jóga, hvenær er þitt flug???
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 17:04
Góð pæling hjá þér um hver á raunverulega frumkvæðið og ég tek undir með ykkur um að maðurinn vilji ekki breytingar, bara það sama og hitt líka Hef samt ekki reynt þetta á eigin skinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2008 kl. 17:25
Já það er rétt hjá Jenný, en engin skilgreinir það á þann hátt,
ég var spurð að því eftir að ég flutti til Húsavíkur hver hefði átt frumkvæðið að mínum skilnaði, mitt svar var hann, en það skildist ekki já hann hefur þá viljað skilja við þig? nei nei sagði ég hann vildi ekki breyta sér og þá var skilnaður
óumflýjandi. Sú sem spurði labbaði burt og sagðist ekki skilja mig. nei það var ekki von. hann vildi halda í þann sem hann gat lamið að vild. þetta er ekki sagt í neinni heift, þetta er bara staðreynd.
þekki ég einnig mýmörg dæmi um slíkt hið sama.
Knús til ykkar stelpur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 18:43
Gleymi alltaf að hæla þér fyrir nýju síðuna, eða bannerinn réttara sagt.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 19:44
Takk allar saman fyrir að pæla í þessu með mér. Ég er nefnilega ekki sammála því að sá eða sú sem segir ,,ég vil skilnað" eigi endilega frumkvæðið. Er með sömu túlkun á þessu frumkvæði og Jenný.
Manneskja sem ekki er að sinna hjónabandinu, beitir makann ofbeldi eða er ótrúr á frumkvæðið að mínu mati að skilnaði.
Takk fyrir þína frásögn Milla, það skýrir líka dæmið. Og takk fyrir hrósið um bannerinn
Sigga takk sömuleiðis fyrir þína sögu. Ég sá Hellisbúann og hann virkaði svolitið undarlega á mig og minn fyrrverandi því að ég var að hluta til eins og kallinn og hann eins og konan ... þannig að við erum ekki endilega alltaf steypt í karl- eða kvenmót þó við séum vissulega ólík. Flestar konur fari að sjá Mamma Mia en karlar Dark Knight eða hvað sem það nú heitir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 20:46
Já Ásthildur, auglýsingar sumra karlmanna á einkamal.is : ,,Er hamingjusamlega giftur en langar í tilbreytingu og/eða meira." .. Konur eru í þessum pakka líka, en ég held að þær séu færri.
Róslín, GOTT að þú veist ekkert um þetta - þú ert allt of ung. .. Flugið mitt fer klukkan 9:00 svo ef ég mæti snemma í Fríhöfnina ættum við að geta hist! .. Hvenær fer vélin þín nákvæmlega. Sendi þér meil með nánari upplýsingum um þetta....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 20:50
Já sendu mér meil!
Annars segir mamma að það sér farið 7, veit ekki betur en því verður framfylgt, svo spilar það inní að ég þarf að fylgja hópnum svo að ég gæti ekki verið að fara neitt frá - segi bara að þú sért frænka mín samt!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:55
Alltaf gaman að eignast nýjar frænkur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 22:06
Svona spretta þær upp, upp úr þurru... ótrúlegt með þessar frænkur sko!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 22:47
Jamm, eins og þú setur þetta upp - þá er næsta víst að X er ætíð sökudólgurinn og á upphafið. Annars var ég aldrei rosalega góður í stærfræði sko!
Tiger, 22.7.2008 kl. 02:09
Ég hef svo sannarlega skoðun á þessu. Var byrjuð að skrifa komment um það, en það var svo rosalega langt, að ég strokaði það út. Held að ég verði að blogga sjálf um þetta. Vil ekki hertaka þína síðu.
Laufey B Waage, 22.7.2008 kl. 09:07
Svarið hlýtur að liggja í augum uppi að við karlmenn erum oft gallagripir sem kemur væntanlega í ljós við nánari kynni. Kannanir sýna að karlmenn eru oft félagslega einangraðri eftir skilnaði en konur. Það er rétt hjá Jenný að hluti þeirra er mun fyrr til að finna nýjan félaga, koma sér í fast samband og kvænast aftur. En hún sleppti því að sá hluti þeirra sem gerir það ekki dregur það líka mun lengur en konurnar og eru líklegir til að pipra. Þetta hefur verið skýrt þannig að hluti karla, sem virðast eiga erfiðara með að höndla álag skilnaða, flýja bókstaflega inn í ný sambönd.
Líkamlegt eða andlegt ofbeldi gegn maka er að mínu mati furðuleg og framandi brenglun öllu venjulegur fólki og því tæplega algeng skilnaðarorsök tæplega almenn skilnaðarorsök eins og Jenný gefur til kynna. Annars er alveg makalaust hvað sumum tekst að þefa uppi slíka öfugugga.
Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 10:07
Búin að svara á minni síðu.
Laufey B Waage, 22.7.2008 kl. 10:15
Árétting:
Vegna orða minna hér að ofan vil ég taka fram að raunveruleg fórnarlömb ofbeldis eiga alla mína samúð, hver sem í hlut á. En ég hef líka orðið vitni að því að ofbeldissamband virtist vera munstur, jafnvel gagnkvæm kynlífsárátta, þannig að það er ekki alltaf allt sem sýnist, jafn framandi og mér og ykkur kann að þykja þetta. En það er víst "svo margt sinnið sem skinnið".
Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 10:26
Takk fyrir þitt innlegg Sigurður. Vissulega eru þessi ofbeldissambönd furðuleg og stundum lendir fólk í sama farinu aftur og aftur. Þeir sem iðka ofbeldi hljóta að hafa lært það einhversstaðar og er það því keðjuverkandi.
Mér finnst ekkert að því að vilja finna maka fljótt og skil karlana vel í því sambandi. Það var ill nauðsyn að skilja og mér hundleiddist að vera ein.. verð að hafa einhvern greindan og fullorðinn til að drekka kaffi með á morgnana sem nennir að hlusta á mig! Börnin mín voru farin að leita fyrir mig ...
Mér finnst við geta sagt svo margt án orða. Með gjörðum okkar erum við að segja ákveðna hluti. Ef að maður er að moka skurð - svo kemur annar maður horfir á skurðinn og segir: við skulum grafa skurð .. hvor er það sem á frumkvæðið?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 10:40
Það er vissulega rétt hjá þér Jóhanna að maður getur fyrirgert samningi með því einfaldlega að brjóta hann. Annars er það furðulegt að í svokölluðum sado/maso samböndum þá virðist masokistinn dominera "sadistann" í sambandinu í flestum tilfellum. Þetta er algerlega á skjön við viðteknar hugmyndir fólks þ.m.t. mínar eigin áður en ég kynnti mér þetta.
Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 10:57
Góður pistill, Jóhanna. Ég er algerlega sammála ykkur Jenný.
Kolgrima, 22.7.2008 kl. 14:35
Ég held.. Að karlmenn þurfi meira á maka að halda þegar þeir eldast. TIlhugsunin um einveruna er þeim ofaukinn.. Pabbi gamli náði sér strax í maka eftir að hann skildi við mömmu en mamma er ekki búin að vera í sambandi síðan. Miðað við það sem Jenny segir varðandi rannsóknir þá stenst það fullkomnlega við mömmu mína og pabba.
Getur ekki verið að konum lýði betur einar og eru því gjarnari á að slíta samböndum ?
Brynjar Jóhannsson, 22.7.2008 kl. 17:21
Sigurður - ég verð að viðurkenna að ég er alveg úti á túni í þessum sadó-masó umræðum. .. Þú ert að tala um að sá sem er kvalinn sé sá sem ræður ef ég skil þig rétt. Þetta eru örugglega einhverjar undantekningar.
Takk fyrir Kolgríma.
Brynjar, það hefur aldrei hentað mér að vera ein, ekki nema skamman tíma, en það eru sumar konur sem eru sáttar við það og kjósa það kannski frekar, kannski fleiri en karlar. Ég fór bara út í það að finna mér nýjan ,,kall" eftir að ég skildi af illri nauðsyn eftir 20 ára hjónaband - og er búin að vera í mjög góðu sambandi í rúmlega eitt og hálft ár. Er á meðan er!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 21:37
Sæl Jóhanna, við erum líklega vonandi flest úti á túni varðandi gróft heimilisofbeldi og sado-maso, kannski er það að hluta til þess vegna sem umræðan er á skjön við raunveruleikann. Samt er þetta mun algengara í vægri mynd en flesta grunar. Fyrir mörgum árum las ég stóra yfirlitsgrein eftir tvo danska geðlækna, sem byggði á rannsóknum og viðtölum. Viðfangsefnið var kerfisbundið ofbeldi og eða einhverskonar kúgun sem þáttur í kynlífi. Oftast eru þetta smá skammir eða þras sem þáttur í forleik, þar sem fórnarlambið (karl eða kona) stjórnar atburðarásinni.
Sigurður Þórðarson, 23.7.2008 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.