Smá fjölskyldu- og vinablogg...

Margir úr fjölskyldu minni og vinir lesa þetta blogg án þess að kommenta og vita því yfirleitt mun meira um hvað er í gangi hjá mér heldur en ég hjá þeim. Shocking  Ég vil ekki bregðast þeim og því er komið að uppdeiti..

Ég er s.s. á annarri viku í sumarfríi. Þessi vika sökkar veðurfarslega séð, en sú þriðja ætti að vera sólrík því ég ætla að svindla og fer með "Trygglingana" mína til grískrar eyju og ætla ég þar að vera dansandi og syngjandi eins og Meryl Streep í Mamma mia. LoL ..

Eva og Henrik eru í Danmörku og verða þar í tvær vikur. Eins og lesa má á hennar bloggi lenti hún í því að fá slæma eitrun í fótinn og þurfti að ferðast í hjólastól. Hún dásamar Danmörku og skilur ekkert í því að hafa flutt heim!

Vala er að fljúga í Ameríkunni núna, kemur heim í fyrramálið - en flýgur aftur heim í fang síns heittelskaða í lok ágúst.

Tobbi er að flytja í kjallarann hjá ömmu sinni og afa, ánægður í sínu djobbi. Búinn að fjárfesta í mótórfák móður sinni og nánustu aðstandendum til hrellingar.

Allir hraustir (f. utan meiddið hennar Evu) og kátir. Kissing

Seinni partinn kemur ,,gengið" í mat skv. fimmtudagsvenju, mamma, tengdapabbi, Tryggvabróðir og eitthvað af afkomendum, bæði ábúendur og aðrir..   Ég sleppi að vísu ekki Pílatestímanum og set gestina bara í frysti meðan ,,ég set sjálfa mig í forgang" ..  Er orðin flink í ,,Swan-Dive" og "Roll-Up" og hvað þetta nú allt heitir. Þetta eru ekki nöfn á réttum, heldur á pilatesæfingum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku frænka mín,

 Já, það er aldeilis ekki slæmt að geta fylgst með frændfólki sínu á blogginu þínu .....Hafðu það rosa gott á grísku eyjunni....dansaðu og syngju eins og þig langar til, þér ferst það örugglega vel úr hendi. (væri alveg til í að dansa með þér) Man líka eftir Peggy Lee, nema hvað!

Ég er að klára fjöggurra vikna frí, haldið mér í Borgarfirðinum og heima við. Yndislegt það, líka gott að heimsækja heimilið sitt svona til tilbreytingar

Hittumst hressar,

kveðja,

Birna

Birna (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sólin skrapp bara í heimsókn til okkar austur....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þið megið gjarnan senda hana til baka áður en ég fer niður í geymslu til að ná í jólaskrautið !

Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu, heyrðu, þið eruð nú meiri sko, sólin skreppur í viku í burt frá ykkur, og allir bara brjálaði........
Hún var að koma hingað í fyrsta skiptið í sumar, núna í síðustu viku!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið vill meira !

Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 12:49

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það má kannski deila sólinni ... það eiga að vera til nægir geislar til að skína bæði fyrir austan og sunnan - OG á Grikklandi .. nú er allt að verða klárt, búin að klippa hárið, lakka táneglurnar, pakka sandölum... og hmmm.. þarf ekki mikið meira!

... smá Abba hér:

I have a dream, a song to sing
To help me cope with anything
If you see the wonder of a fairy tale
You can take the future even if you fail
I believe in angels
Something good in everything I see
I believe in angels
When I know the time is right for me
I'll cross the stream - I have a dream

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Birna - TAKK fyrir athugasemdina.. já, við vorum flottar í ,,den" að syngja í  sitthvorn endann á sippubandinu.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 13:12

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ekki gleyma símanum Jóga mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 13:21

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nei auðvitað ekki mín kæra!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 13:51

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Falleg og skemmtileg færsla hjá þér. Mikið er það gott hjá þér að setja sjálfa þig í forgang varðandi Pilates æfingarnar. Mér hættir til að gleyma sjálfri mér þegar mikið er um að vera hjá fólkinu mínu

Marta B Helgadóttir, 24.7.2008 kl. 14:53

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Marta, ég reyni að klikka ekki á leikfiminni og mér finnst tímarnir svo góðir, það skilja það allir ,,fastagestirnir" hér, svo kem ég heim endurnærð og skelli matnum á borðið! .. Var að koma úr Fylgifiskum $$$$$  þar sem ég keypti tilbúinn fiskrétt, að ég held bara í fyrsta skipti á ævinni og hann fer bara inn í ofn og búin að sjóða grjón .. svo þetta er lítið mál.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 16:16

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Einhvern veginn hygg ég að "swan-dive" væri rosalega góður eftirréttur

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband